Erlent

Spoti­fy reiknar út kynja­hlut­fall lagaflytj­enda

Spotify og Smirnoff hafa tekið höndum saman og bjóða nú upp á viðbót sem birtir hlutfall hlustana á annars vegar karl kyns tónlistarmenn og hins vegar kvenkyns.

Spotify er sænsk tónlistarveita sem margir nota á degi hverjum. Fréttablaðið/Getty

Spotify og Smirnoff hafa ákveðið að taka höndum saman og bjóða notendum tónlistarforritsins upp á viðbót sem sýnir hlutfall hlustana á milli karlkyns og kvenkyns tónlistarmanna. Viðbótin mun koma til með að bera heitið „Smirnoff Equalizer“. Spotify mun taka saman upplýsingar um hlustanir notandans, greina þær og birta hlutfallið á milli kynjanna eftir hlustun.

Einnig munu notendur forritsins geta lagað hlutfallið til eftir því á hvort kynið hallar. Þannig verður hægt að óska eftir uppástungum að lagalistum eða tónlistarfólki eftir kyni til þess að laga hlutfallið.

Segja forsvarsmenn fyrirtækjanna að ákveðið hafi verið að ráðast í framkvæmd þessa verkefnis í ljósi lista sem birtur var nýlega yfir þau lög sem oftast var streymt á síðasta ári. Þar kemur fram að einungis tvö af tíu mest streymdu lögum síðasta árs hafi verið eftir kvenkyns tónlistarmenn.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

Thomas Cook stendur höllum fæti

Erlent

Fær grænt ljós frá kínverskum yfirvöldum

Erlent

Spá verð­falli á verslunar­hús­næði

Auglýsing

Nýjast

Íslensk verðbréf kaupa Viðskiptahúsið

Icelandair hækkar í fyrstu viðskiptum

Ásett fer­metra­verð ný­bygginga hækkað í borginni

Mun líklegri til að skilja við maka en skipta um banka

Hvítbókin: Ríkið selji í bönkunum

SFS segir alvarlegt að Ágúst fari rangt með mál

Auglýsing