Erlent

Spoti­fy reiknar út kynja­hlut­fall lagaflytj­enda

Spotify og Smirnoff hafa tekið höndum saman og bjóða nú upp á viðbót sem birtir hlutfall hlustana á annars vegar karl kyns tónlistarmenn og hins vegar kvenkyns.

Spotify er sænsk tónlistarveita sem margir nota á degi hverjum. Fréttablaðið/Getty

Spotify og Smirnoff hafa ákveðið að taka höndum saman og bjóða notendum tónlistarforritsins upp á viðbót sem sýnir hlutfall hlustana á milli karlkyns og kvenkyns tónlistarmanna. Viðbótin mun koma til með að bera heitið „Smirnoff Equalizer“. Spotify mun taka saman upplýsingar um hlustanir notandans, greina þær og birta hlutfallið á milli kynjanna eftir hlustun.

Einnig munu notendur forritsins geta lagað hlutfallið til eftir því á hvort kynið hallar. Þannig verður hægt að óska eftir uppástungum að lagalistum eða tónlistarfólki eftir kyni til þess að laga hlutfallið.

Segja forsvarsmenn fyrirtækjanna að ákveðið hafi verið að ráðast í framkvæmd þessa verkefnis í ljósi lista sem birtur var nýlega yfir þau lög sem oftast var streymt á síðasta ári. Þar kemur fram að einungis tvö af tíu mest streymdu lögum síðasta árs hafi verið eftir kvenkyns tónlistarmenn.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Danmörk

Bank­a­stjór­i Dansk­e seg­ir af sér í skugg­a pen­ing­a­þvætt­is

Erlent

Engar olíulækkanir í spákortunum

Erlent

Tím­a­rit­ið Time í hend­ur millj­arð­a­mær­ings

Auglýsing

Nýjast

Lúxemborgarar fjárfesta í Borealis

Tvö atriði af fjórum ekki lengur til skoðunar

Á kafi í umbreytingu á rekstri fyrirtækja

Fátt betra en hljóð stund í garðinum með mold undir nöglunum

Félag Péturs í Eykt hagnast um 2,2 milljarða

Bláa lónið í hóp stærstu hluthafa í Icelandair

Auglýsing