Erlent

Spoti­fy reiknar út kynja­hlut­fall lagaflytj­enda

Spotify og Smirnoff hafa tekið höndum saman og bjóða nú upp á viðbót sem birtir hlutfall hlustana á annars vegar karl kyns tónlistarmenn og hins vegar kvenkyns.

Spotify er sænsk tónlistarveita sem margir nota á degi hverjum. Fréttablaðið/Getty

Spotify og Smirnoff hafa ákveðið að taka höndum saman og bjóða notendum tónlistarforritsins upp á viðbót sem sýnir hlutfall hlustana á milli karlkyns og kvenkyns tónlistarmanna. Viðbótin mun koma til með að bera heitið „Smirnoff Equalizer“. Spotify mun taka saman upplýsingar um hlustanir notandans, greina þær og birta hlutfallið á milli kynjanna eftir hlustun.

Einnig munu notendur forritsins geta lagað hlutfallið til eftir því á hvort kynið hallar. Þannig verður hægt að óska eftir uppástungum að lagalistum eða tónlistarfólki eftir kyni til þess að laga hlutfallið.

Segja forsvarsmenn fyrirtækjanna að ákveðið hafi verið að ráðast í framkvæmd þessa verkefnis í ljósi lista sem birtur var nýlega yfir þau lög sem oftast var streymt á síðasta ári. Þar kemur fram að einungis tvö af tíu mest streymdu lögum síðasta árs hafi verið eftir kvenkyns tónlistarmenn.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

For­stjóri Audi hand­tekinn

Erlent

McDonald's segir skilið við plaströr

Erlent

Evrópski seðlabankinn hættir kaupum á skuldabréfum

Auglýsing

Nýjast

Innlent

Ný­sköpunar­sjóður at­vinnu­lífsins og Mat­ís í sam­starf

Innlent

Hækkuðu um 18 prósent á fyrsta viðskiptadegi

Innlent

Sandra Hlíf ráðin fram­kvæmda­stjóri hjá Eik

Ferðaþjónusta

SAF fagnar hertu eftir­liti með gisti­starf­semi

Innlent

Hlutabréf Arion banka ruku upp

Innlent

Selja í Arion banka fyrir 39 milljarða

Auglýsing