Innlent

Sparisjóður Vestmannaeyja yfirtekinn á undirverði

Elliði Vignisson, fráfarandi bæjarstjóri Vestmannaeyja. Fréttablaðið/Óskar

Verðmæti eigin fjár Sparisjóðs Vestmannaeyja var 483 milljónir króna þegar Landsbankinn tók yfir rekstur sparisjóðsins í mars 2015, samkvæmt nýrri niðurstöðu dómkvaddra matsmanna, en til samanburðar greiddi Landsbankinn 332 milljónir fyrir eigið fé sparisjóðsins

Elliði Vignisson, fráfarandi bæjarstjóri Vestmannaeyja, segir að auðgun bankans á kostnað stofnfjáreigenda í sparisjóðnum sé þannig ríflega 150 milljónir eða um 45 prósent af greiddu verði.

Sanngjarnt sé og eðlilegt að bankinn greiði stofnfjáreigendum í samræmi við niðurstöðu dómkvöddu matsmannanna.

Vestmannaeyjarbær hefur staðið í málarekstri gegn Landsbankanum eftir að bankinn tók yfir rekstur Sparisjóðs Vestmannaeyja snemma árs 2015. Dómkvaddir voru matsmenn til þess að meta meðal annars verðmæti eigin fjár sparisjóðsins við yfirtökuna. Niðurstaða þeirra liggur nú fyrir sem Elliði segir sýna að Landsbankinn hafi greitt stofnfjáreigendum of lítið fyrir þau verðmæti sem voru fyrir hendi í sparisjóðnum.

Elliði bendir á að í mati hinna dómkvöddu matsmanna komi fram að þeim hafi verið vandi á höndum þar sem Landsbankinn hafi ekki veitt fullan aðgang að bókhaldi sínu og afmáð jafnframt persónugreinanlegar upplýsingar um lántaka. „Eftir sem áður telja þeir sig þó geta komist að forsvaranlegri niðurstöðu um mat útlána, þó að óheftur aðgangur hefði styrkt forsendur matsins,“ segir Elliði.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Nýsköpun

Erlendir sjóðir fjárfestu fyrir 420 milljónir króna í Takumi

Viðskipti

Vilhjálmur með hálfan milljarð í eigið fé

Erlent

Fyrsti bjórinn sem er bruggaður úr kannabis

Auglýsing

Nýjast

170 milljónir farið í styrk­veitingar vegna „Brot­hættar byggðar“

Lág­gjalda­flug­fé­lögin í Evrópu sýna tennurnar

Leigusalar í mál við House of Fraser

Telia kaupir Bonnier fyrir 106 milljarða króna

Stjórnendur stálrisa sóttir til saka

Minni fólksfjölgun á milli ára

Auglýsing