Erlent

Spáir gjald­þrotum flug­fé­laga í vetur

Forstjóri Ryanair segir að erfiður vetur blasi við evrópskum flugfélögum, sér í lagi þeim sem verja sig ekki fyrir sveiflum í olíuverði.

Michael O'Leary, forstjóri Ryanair. NordicPhotos/GettyImages

Michael O’Leary, forstjóri Ryanair, segist telja að framundan sé erfiður vetur á flugmarkaði. Olíuverð, stýrivextir og gengi Bandaríkjadalsins fari hækkandi á meðan farmiðar lækki í verði.

Á afkomufundi írska lággjaldaflugfélagsins í morgun sagðist forstjórinn búast við því að fleiri flugfélög færu í gjaldþrot í vetur. Ryanair væri hins vegar í betri stöðu en mörg félög þar sem flugfélagið væri vel varið fyrir hærra olíuverði. O’Leary sagði það „óhjákvæmilegt“ að mörg veikburða flugfélög, sem verðu ekki eldsneytiskaup sín fyrir sveiflum í olíuverð, færu í gjaldþrot á næstu mánuðum.

Nokkur minni flugfélög í Evrópu hafa farið í greiðsluþrot á undanförnum vikum, þar á meðal kýpverska félagið Cypriot, hið svissneska SkyWork og Primera Air, eins og frægt er orðið. Hlutabréf í breska félaginu Flybe hríðféllu auk þess um 40 prósent í síðustu viku eftir að stjórnendur félagsins sendu frá sér svarta afkomuviðvörun þar sem rekstrarspá þeirra fyrir árið var lækkuð umtalsvert.

Neil Wilson, greinandi hjá Markets.com, segir í samtali við Guardian að sterkari Bandaríkjadalur, hærra olíuverð og hækkandi stýrivextir ógni um þessar mundir afkomu flugfélaga víða um heim. Ryanair sé þó ekki eins berskjaldað gagnvart umræddum þáttum og mörg önnur félög.

Verkföll flugmanna og flugumferðarstjóra bitnuðu á afkomu Ryanair á fyrri helmingi rekstrarárs félagsins en hagnaður þess dróst saman um sjö prósent á tímabilinu frá apríl til september.

Hagnaður Ryanair nam 1,2 milljörðum evra, sem jafngildir um 161 milljarði króna, á tímabilinu. Hækkandi olíukostnaður lék flugfélagið jafnframt grátt en hann var 1,3 milljarðar evra á umræddum sex mánuðum og hækkaði um 22 prósent á milli ára.

Frétt Fréttablaðsins: Minni hagnaður Ryanair

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

Banka­stjórinn biður Malasíu­búa af­sökunar

Erlent

Minni eignir í stýringu BlackRock

Erlent

Verðbólga ekki lægri í Bretlandi í tvö ár

Auglýsing

Nýjast

Í samstarf við risa?

Þróa leiðir fyrir markaðssetningu í Kína

Vilja marg­feldis­kosningu fyrir aðal­fund

Falla frá kaupréttum í WOW air

O'Leary: Lág fargjöld grisjuðu WOW air út

Simmi hættur hjá Keiluhöllinni

Auglýsing