Innlent

Spá hjaðnandi verðbólgu í júlí

Greining Íslandsbanka telur að verðlækkun á fötum og skóm hafi áhrif til 0,4 prósenta lækkunar á vísitölu neysluverðs í júlí. Fréttablaðið/Ernir

Greining Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs lækki um 0,2 prósent í júlí frá fyrri mánuði og að tólf mánaða verðbólga verði þar með 2,4 prósent eða rétt undir 2,5 prósenta markmiði Seðlabanka Íslands.

Íslandsbanki telur að verðbólgan verði um 2,8 prósent í lok þessa árs og að meðaltali um 2,9 prósent á árunum 2019 og 2020.

Sumarútsölur hafa umtalsverð áhrif á verðbólguspá bankans fyrir júlímánuð. Þannig telur bankinn að verðlækkun á fötum og skóm hafi áhrif til 0,4 prósenta lækkunar á vísitölu neysluverðs í mánuðinum.

Samkvæmt könnun greiningardeildarinnar virðist vera að hægja á hækkun íbúðaverðs og vegur reiknuð húsaleiga til 0,04 prósenta lækkunar á vísitölunni, en hún endurspeglar að mestu þróun íbúðaverðs. Þar munar mestu að útlit er fyrir nokkra lækkun á verði fjölbýlis á höfuðborgarsvæðinu.

Nokkuð er farið að hægja á hækkunartakti íbúðaverðs frá því hann var hvað hraðastur á fyrri helmingi síðasta árs, að sögn greiningardeildarinnar, en hún spáir því að húsnæðisliðurinn í heild standi í stað frá fyrri mánuði.

Þá er gert ráð fyrir að bæði flugfargjöld og eldsneytisverð hækki frá fyrri mánuði. Flugfargjöld hafa áhrif til 0,2 prósenta hækkunar vísitölunnar að mati Íslandsbanka og er þar um árstíðarsveiflu að ræða. Þá telur bankinn að eldsneytisverð vegi til 0,03 prósenta hækkunar í júlí.

Sjá verðbólguspá Íslandsbanka hér.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Nýsköpun

Erlendir sjóðir fjárfestu fyrir 420 milljónir króna í Takumi

Viðskipti

Vilhjálmur með hálfan milljarð í eigið fé

Erlent

Fyrsti bjórinn sem er bruggaður úr kannabis

Auglýsing

Nýjast

170 milljónir farið í styrk­veitingar vegna „Brot­hættar byggðar“

Lág­gjalda­flug­fé­lögin í Evrópu sýna tennurnar

Leigusalar í mál við House of Fraser

Telia kaupir Bonnier fyrir 106 milljarða króna

Stjórnendur stálrisa sóttir til saka

Minni fólksfjölgun á milli ára

Auglýsing