Innlent

Spá hjaðnandi verðbólgu í júlí

Greining Íslandsbanka telur að verðlækkun á fötum og skóm hafi áhrif til 0,4 prósenta lækkunar á vísitölu neysluverðs í júlí. Fréttablaðið/Ernir

Greining Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs lækki um 0,2 prósent í júlí frá fyrri mánuði og að tólf mánaða verðbólga verði þar með 2,4 prósent eða rétt undir 2,5 prósenta markmiði Seðlabanka Íslands.

Íslandsbanki telur að verðbólgan verði um 2,8 prósent í lok þessa árs og að meðaltali um 2,9 prósent á árunum 2019 og 2020.

Sumarútsölur hafa umtalsverð áhrif á verðbólguspá bankans fyrir júlímánuð. Þannig telur bankinn að verðlækkun á fötum og skóm hafi áhrif til 0,4 prósenta lækkunar á vísitölu neysluverðs í mánuðinum.

Samkvæmt könnun greiningardeildarinnar virðist vera að hægja á hækkun íbúðaverðs og vegur reiknuð húsaleiga til 0,04 prósenta lækkunar á vísitölunni, en hún endurspeglar að mestu þróun íbúðaverðs. Þar munar mestu að útlit er fyrir nokkra lækkun á verði fjölbýlis á höfuðborgarsvæðinu.

Nokkuð er farið að hægja á hækkunartakti íbúðaverðs frá því hann var hvað hraðastur á fyrri helmingi síðasta árs, að sögn greiningardeildarinnar, en hún spáir því að húsnæðisliðurinn í heild standi í stað frá fyrri mánuði.

Þá er gert ráð fyrir að bæði flugfargjöld og eldsneytisverð hækki frá fyrri mánuði. Flugfargjöld hafa áhrif til 0,2 prósenta hækkunar vísitölunnar að mati Íslandsbanka og er þar um árstíðarsveiflu að ræða. Þá telur bankinn að eldsneytisverð vegi til 0,03 prósenta hækkunar í júlí.

Sjá verðbólguspá Íslandsbanka hér.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Heilbrigði verður að vera smá nautn

Innlent

Hagnaður TM dróst saman um 78 prósent

Innlent

Afkoma af fjárfestingum Sjóvár undir væntingum

Auglýsing

Nýjast

Sakfelldir í Icelandair-innherjamáli

Heimilin halda að sér höndum

Skotsilfur: Ofsinn

Magnús Óli endurkjörinn formaður FA

Seldi Íslendingum fasteignir á Spáni fyrir 1,2 milljarða

Arion lækkaði um 2,6 prósent í kjölfar uppgjörs

Auglýsing