Almennt gekk vogunarsjóðum vel í fyrra, segir í frétt Financial Times, en þeir sem fjárfestu bandarísku hlutabréfavísitölunni S&P 500 vegnaði enn betur. Vísitalan hækkaði um næstum 29 prósent á árinu 2019.

Vogunarsjóðsstjórinn Bill Ackman getur þó gengið keikur frá árinu 2019. Sjóður hans skilaði 51,8 prósent ávöxtun í fyrra eftir að hafa tapað fé fjögur ár í röð.

Ávöxtun Wellington Fund, sem er undir stjórn Ken Griffin, var 19,4 prósent í fyrra samanborið við 16 prósent ávöxtun hjá Steve Cohen sem rekur Point 72.

The Renaissance Institutional Equities, sem stýrt er af Renaissance Technologies, skilaði um 14,2 prósent ávöxtun og flaggskip D.E. Shaw skilaði 10,9 prósent ávöxtun og Oculus, sem D.E. Shaw stýrir líka, skilaði 12,2 prósenta ávöxtun.

Sjóður Bridgewater, sem stofnað var af Ray Dalio, Pure Alpha skilaði engu á árinu en All Weather, sem Bridewater rekur einnig, hækkaði um 16 prósent.

Autonomy Capital, sem sérhæfir sig í að fjárfesta á nýmörkuðum, tapaði um 5,7 prósentum í fyrra. Sjóðurinn tapaði meðal annars á að veðja á að Argentína yrði „venjulegt“ land eftir 15 ár, skömmu síðar fóru fram forsetakosningar og urðu fjárfesatr óttaslegnir um framvindu mála.

Sjóðurinn Odey European Fund, sem stýrt er af Crispin Odey, tapaði tíu prósent í fyrra.