Erlent

Sorrell fær 330 milljóna bónus frá WPP

Martin Sorrell byggði upp WPP sem er stærsta samstæða auglýsingastofa í heimi en lét af störfum í fyrra. Nordicphotos/Getty

Martin Sorrell, sem lét í fyrra af störfum hjá WPP, á von á 2,13 milljóna punda, jafnvirði 330 milljóna króna, bónusgreiðslu frá auglýsingarisanum. Þetta varð ljóst í gær þegar stjórn WPP, sem er stærsta samstæða auglýsingastofa í heimi, sagðist ekki ætla að vefengja rétt Sorrells til greiðslunnar.

Sorrell sagði upp störfum á fyrri hluta síðasta árs í kjölfar rannsóknar á ósæmilegri hegðun hans. Var hann meðal annars sakaður um að hafa farið frjálslega með eignir auglýsingastofunnar. Hann vísaði ásökununum á bug.

Aðeins örfáum mánuðum eftir brotthvarfið stofnaði Sorrell S4 Capital sem festi í kjölfarið kaup á stafrænu auglýsingastofunni MediaMonks.

Stjórn WPP hafði hótað því að inna bónusgreiðsluna til Sorrells ekki af hendi vegna mögulegra trúnaðarbrota hans í tengslum við kaup S4 Capital á MediaMonks en S4 Capital atti kappi við WPP um kaupin á MediaMonks.. Auglýsingarisinn aflaði sér hins vegar lögfræðilegrar matsgerðar þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að enginn grundvöllur væri til fyrir hendi til þess að halda greiðslunni eftir eða breyta skilmálum hennar á einhvern hátt.

Á grundvelli kaupaukakerfis WPP mun Sorrell eignast 250 þúsund hluti í auglýsingastofunni auk þess að fá greiddan arð, að sögn Financial Times.

Sorrell, sem byggði upp WPP, hefur sagt að S4 Capital sé of lítið til að keppa við auglýsingarisann. En hann horfir til þess að fjárfesta á sviðum auglýsinga sem snerta tækni, gögn og efnisframleiðslu.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

JP Morgan notast við taugavísindi í ráðningum

Erlent

Worldpay selt fyrir 43 milljarða dala

Erlent

Verja sig gegn hluta­bréfa­lækkunum í Boeing

Auglýsing

Nýjast

Bætti við sig í Marel fyrir 550 milljónir

Gert að greiða slita­búi Lands­bankans 30 milljónir evra

Tanya Zharov kemur ný inn í stjórn Sýnar

Fjárfestar setja skilyrði um #MeToo ákvæði

4,4 milljóna gjald­þrot pítsu­staðar

„Berja bumbur með slagorðum úr kommúnískri fortíð“

Auglýsing