„Það var al­gjört smá­mál að lækka launin mín um 300.000 krónur. Þið mynduð ekki trúa því hvað það var auð­velt. Ég hugsaði um það í smá tíma og fram­kvæmdi svo. Bók­staf­lega svona ein­falt.“ 

Þetta segir Sól­veig Anna Jóns­dóttir, for­maður Eflingar, um frétt í Frétta­blaðinu í dag þar sem Frið­rik Sophus­son, stjórnar­for­maður Ís­lands­banka, segir að ræða hafi þurft breytingar á launum Birnu Einars­dóttur, banka­stjóra Ís­lands­banka, fram og til baka. 

„[Þ]að er ekkert smámál að gera þessar breytingar,“ er meðal þess sem Friðrik sagði.

Sjá einnig: Segir ekkert smá­mál að lækka laun Birnu

Heildar­laun Birnu lækka úr 4,4 milljónum á mánuði í rúm­lega 3,8 milljónir eftir að Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, kom þeim skila­boðum til stjórna ríkis­bankanna tveggja, í gegnum Banka­sýslu ríkisins, að tafar­laus endur­skoðun á launa­skriði stjóranna skyldi fram­kvæmd. Bankarnir hafa báðir brugðist við. 

Sól­veig gefur lítið fyrir orð Frið­riks en hún tók frum­kvæði að því sjálf, eftir að hún var kjörin for­maður Eflingar, að lækka mánaðarlaun sín um 300 þúsund, úr 1,1 milljón í 800 þúsund krónur. Að­gerðina segir hún ekki vera vanda­sama. 

Sjá einnig: Sól­veig lækkar eigin laun um þrjú hundruð þúsund

„Það er al­deilis ekkert erfitt að lækka laun, ég hef prófaði það og veit því af per­sónu­legri reynslu um hvað ég er að tala. Pi­ece of cake og á endanum eigin­lega það auð­veldasta sem ég hef gert,“ skrifar Sól­veig í færslu á Face­book.