Í tilkynningu Sýnar hf. til Kauphallarinnar segir að uppgjöri Sýnar hf. og DigitalBridge Group Inc., áður Colony Capital Inc., í tengslum við sölu á óvirkum farsímainnviðum félagsins hafi farið fram í dag. Endanlegt kaupverð, sem sjóðir tengdir DigitalBridge Group hafa nú innt af hendi, nemur 6,94 milljörðum króna og ná viðskiptin til tæplega 200 sendastaða. Fjárhæðin er lítið eitt lægri en áður hafði verið kynnt, einkum þar sem sendastöðum fækkaði lítillega. Söluhagnaður verður því tæplega 6,5 milljarðar. Í tilkynningunni kemur fram að reikningshaldsleg meðferð söluhagnaðar liggi ekki endanlega fyrir, það er hversu stór hluti söluhagnaðarins verði færður í gegnum rekstur á söludegi. Samhliða viðskiptunum var gerður langtímasamningur, sem tryggir áframhaldandi aðgang félagsins að hinum óvirku farsímainnviðum. Allur virkur farsímabúnaður verður áfram í eigu Sýnar hf.

Sýn hf. heldur fjárfestadag klukkan 16:00 þann 13. janúar 2022 að Suðurlandsbraut 8, 108 Reykjavík.