Alvogen sendi frá sér svohljóðandi yfirlýsingu í morgun vegna málsins:

„Í janúar 2021 sendi Halldór Kristmannsson bréf til stjórnar Alvogen, sem innihélt fjölda ásakana um starfshætti Róberts Wessman. Að lokinni óháðri rannsókn sérfræðinga, stefndi Alvogen Halldóri fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og átti málflutningur að fara fram á haustmánuðum. Aðilar hafa náð sáttum í málinu og mun Alvogen falla frá málsókninni. Halldór mun loka heimasíðu sinni og hefur lýst því yfir að hann hafi ekki stöðu uppljóstrara í neinni lögsögu. Jafnframt hefur hann lýst því yfir að hann uni þeirri niðurstöðu stjórnar að lýsa yfir trausti til Róberts í kjölfar rannsóknarinnar.“