Markaðurinn

Sölvi: „Leiguþak bitnar illa á ungu fólki“

Tilefni pistilsins eru nýleg ummæli Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og húsnæðismálaráðherra, í fréttatíma Ríkisútvarpsins.

Sölvi Blöndal, efnahagsráðgjafi GAMMA Capital Management.

Reynsla nágrannaþjóða hefur sýnt að „leiguþak“ bitnar sérstaklega illa á ungu fólki og innflytjendum sem hyggja á búsetu. 

Þetta skrifar Sölvi Blöndal, efnahagsráðgjafi GAMMA Capital Management, í pistli sem birtist í Markaðinum í dag.

Tilefni pistilsins eru nýleg ummæli Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og húsnæðismálaráðherra, í fréttatíma Ríkisútvarpsins þar sem hann greindi frá því að verið væri að skoða svokallað „leiguþak“ í ráðuneytinu.

„Innan hagfræðinnar eru lagaúrræði til að knýja fram verðlækkanir á markaði og afleiðingar þeirra vel þekkt og vel rannsökuð,“ skrifar Sölvi.

„Meginafleiðing slíkrar lagasetningar er jafnan skortur á viðkomandi vöru. Leiguþak myndi leiða til þess að sumir íbúðaeigendur myndu selja íbúðir frekar en að leigja þær og fjárfestar myndu hætta við að fjárfesta í íbúðarhúsnæði til útleigu.“

Erfitt að vinda ofan af leiguþaki

Leiguþak dregur þannig úr nýframkvæmdum á íbúðarhúsnæði og eykur skort á leiguhúsnæði, að sögn Sölva, á sama tíma og húsnæðisskortur er í sögulegu hámarki.

„Reynsla nágrannaþjóða okkar hefur sýnt að „leiguþak“ bitnar sérstaklega illa á ungu fólki og innflytjendum sem hyggja á búsetu. Hið svokallaða „leiguþak“ gerir því núverandi vanda húsnæðismarkaðarins erfiðari viðfangs,“ skrifar Sölvi. 

Þá þurfi ekki að koma á óvart að flestar þjóðir sem hafa innleitt leiguþak hafi leitað leiða til að afnema það. „Því miður hefur reynslan sýnt að erfitt getur verið að vinda ofan af illa ígrunduðu kerfi eftir að það kemst á.“ 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Krónan veikst um meira en 2 prósent gagnvart pundinu

Markaðurinn

Seðla­bankinn skoðar eigin verk­lag eftir dóminn

Innlent

Hagnaður Skeljungs jókst um 63 prósent

Auglýsing

Nýjast

Vilja svör um hvort skatt­skrá hafi verið af­hent með fyrir­vara

Skipta­stjóri til­kynnti Rosen­berg til ­sak­sóknara

43 milljóna króna gjald­þrot Rosen­berg

Bjóð­a Katr­ín­u á fund til að ræða Seðl­a­bank­a­mál­ið

Leig­u­v­erð hækk­að meir­a utan borg­ar­inn­ar en innan

Már upptekinn í útlöndum

Auglýsing