Erlent

​Sökuð um fjárdrátt en fær 820 milljónir í bætur

Fyrrverandi veitingastjóri hjá skyndibitakeðjunni Chipotle fær átta milljónir dala, jafnvirði 820 milljóna króna, í skaðabætur eftir að hafa verið sagt upp störfum. Konan, Jeanette Ortiz, var sökuð að hafa dregið sér 626 dali í fé.

Chipotle rekur fjölda staða víðs vegar um Bandaríkin og sérhæfir sig í mexíkóskri matargerð. Fréttablaðið/Getty

Bandaríska skyndibitakeðjan Chipotle þarf að greiða fyrrum veitingastjóra sínum í Fresno í Kaliforníu átta milljónir dala, jafnvirði 820 milljóna króna, í bætur. Jeanette Ortiz, starfsmaður Chipotle til fjórtán ára, var sökuð um fjárdrátt og sagt upp störfum fyrir þremur árum. Business Insider greinir frá.

Forsvarsmenn keðjunnar töldu það víst að Ortiz hafi nýtt sér stöðu sína sem veitingastjóri og dregið sér 626 dali. Vísuðu yfirmenn Ortiz til myndbandsupptöku sem ekki var birt fyrir dómstólum. Lögmenn Ortiz sögðust vissir um að yfirmenn hennar á Chipotle hafi eytt upptökunum á sínum tíma eftir að hún neitaði sök. Sögðu þeir að hún hafi glímt við þunglyndi og kvíða eftir brottreksturinn og ætti enn fremur erfitt með svefn. Tilhugsunin um að vera stimpluð sem þjófur hefði valdið henni kvíðaköstum.

Var niðurstaða dómsins sú að ekki hafi verið rétt staðið að uppsögn Ortiz og aukinheldur hefði ekki tekist að færa sönnur fyrir því að hún hefði dregið sér fé. Er niðurstaðan því sú að Chipotle greiði henni átta milljónir dala, sex fyrir andlegu veikindin sem á hana hafa herjað og tvær milljónir fyrir tekjutapið frá því henni var sagt upp og það sem hún hefði annars unnið sér fyrir í framtíðinni.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

Banka­stjórinn biður Malasíu­búa af­sökunar

Erlent

Minni eignir í stýringu BlackRock

Erlent

Verðbólga ekki lægri í Bretlandi í tvö ár

Auglýsing

Nýjast

Vilhelm Már ráðinn forstjóri Eimskips

Björg­ólfur Thor fjár­festir í bresku tækni­fyrir­tæki

Hækka verð­mat sitt á Skeljungi lítil­lega

Hall­dór Brynjar í eig­enda­hóp LOGOS

Hlutabréf í Icelandair hækka um 3,4 prósent

Vofa góðra stjórnarhátta

Auglýsing