Viðskiptabankarnir þrír, Landsbanki, Íslandsbanki og Arion banki hafa hækkað hámarksúttekt á snertilausum greiðslum með debetkortum og kredidkortum úr 5.000 krónum í 7.500 krónur.

„Til að sporna gegn útbreiðslu COVID-19 hefur landlæknir mælt með notkun snertilausra greiðsluleiða. Við mælum með að viðskiptavinir noti símann sinn til að greiða fyrir vörur og þjónustu enda gilda þá engar fjárhæðartakmarkanir á greiðslum, umfram þær takmarkanir sem eru á kortunum sem greiðslulausnir fyrir síma eru tengdar við,“ segir í tilkynningu Landsbankans.

„Gert er ráð fyrir að lokið verði við að uppfæra posa í matvöruverslunum og apótekum fyrir páska og að lokið verði við að uppfæra posa í öðrum verslunum eftir tvær til þrjár vikur.“