Eign­ar­halds­fé­lagið Snæ­ból, einn stærsti hluthafinn í tryggingafélaginu Sjóvá, tapaði 500 milljónum króna á síðasta ári.

Afkoma félagsins breyttist verulega á milli ára. Það hagnaðist um 1,8 milljarða árið 2017 og 2,4 milljarða árið 2016. Munar verulega um afkomu fjárfestingaeigna sem var neikvæð um 670 milljónir króna í fyrra en jákvæð um 980 milljónir árið 2017. Eigið fé Snæbóls nam 10 milljörðum í árslok 2018.

Snæból er í jafnri eigu hjónanna Finns Reyrs Stefánssonar og Steinunnar Jónsdóttur. Félagið er þriðji stærsti hluthafinn í Sjóvá með 9,47 prósenta hlut og annar stærsti hluthafinn í Heimavöllum með 7,5 prósenta hlut. Snæból var einn af þeim hluthöfum Heimavalla sem lagði til að félagið yrði skráð af markaði.