Smáratívolí í Smára­lind mun hætta starf­semi 28. febrúar næst­komandi. Þetta kemur fram í frétta­til­kynningu frá að­stand­endum tívolísins en þar segir að Smára­bíó muni taka yfir hluta plássins og halda á­fram að bjóða upp á af­þreyingu af ýmsu tagi. 

Sleggjan, stærsta tæki tívolísins, fer niður á næstu vikum og það sama á við um klessu­bílana. Smára­bíó mun halda á­fram að bjóða upp á þjónustu fyrir hópa og af­mæli, sem og fjöl­breytta af­þreyingu á efri hæð hússins. Þá mun bíóið halda utan um rekstur barna­gæslu. 

Við­skipta­vinir sem eiga inn­eigna­kort í Smáratívolí eru hvattir til að nýta þau fyrir lokun. Eig­endur inn­eigna­korta geta einnig notað kortin frá 1. mars í þeim leik­tækjum sem Smára­bíó mun reka á efri hæð. 

„Starfs­fólk Smáratívolís vill nota tæki­færið og þakka öllum þeim sem hafa lagt leið sína í tívolíð kær­lega fyrir komuna og við erum full­viss um að fjörið sé rétt að byrja,“ segir í til­kynningunni.