Innlent

Smálánafélag skilur eftir sig skuldaslóð

Lýstar kröfur á hendur smálánafyrirtækinu námu 252 milljónum króna.

Smálánafyrirtækin hafa flutt aðsetur sitt til Danmerkur. Fréttablaðið/Stefán Karlsson

Skiptum á smálánafyrirtækinu Kredia lýkur í desember en fyrirtækið var tekið til gjaldþrotaskipta vorið 2017.

Samkvæmt upplýsingum frá skiptastjóra stefnir í að niðurstaðan verði sú að að lýstar kröfur nemi 252 milljónum króna og engar eignir finnist í búinu.

Kredia er enn í rekstri en hefur flutt aðsetur sitt til Danmerkur. Félagið heldur úti vefsíðu á íslensku en lénið er skráð í Danmörku.

Í frétt Kjarnans frá árinu 2014 kom fram að eigandi smálánafyrirtækjanna Kredia og Smálán væri Mario Magela, fjárfestir frá Slóvakíu, sem er með víðtæka smálánastarfsemi í Tékklandi og Slóvakíu. Hann hefði keypt félögin af Leifi Alexander Haraldssyni í árslok 2013. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Marel hækkað um 29 prósent frá áramótum

Innlent

Ásgeir: „Bitnar verst á þeim sem síst skyldi“

Innlent

Bjarnheiður segir boðun verkfalla veruleikafirrta leikfléttu

Auglýsing

Nýjast

Skotsilfur: Línur að skýrast

ISI sameinar dótturfélög í Suður-Evrópu

Reiknað með 1,7 prósent hagvexti í ár

Laun myndu hækka um allt að 85 prósent

Dró upp „hryggðar­mynd“ og vísaði í Game of Thrones

Nova hefur prófanir á 5G-tækni

Auglýsing