Innlent

Smálánafélag skilur eftir sig skuldaslóð

Lýstar kröfur á hendur smálánafyrirtækinu námu 252 milljónum króna.

Smálánafyrirtækin hafa flutt aðsetur sitt til Danmerkur. Fréttablaðið/Stefán Karlsson

Skiptum á smálánafyrirtækinu Kredia lýkur í desember en fyrirtækið var tekið til gjaldþrotaskipta vorið 2017.

Samkvæmt upplýsingum frá skiptastjóra stefnir í að niðurstaðan verði sú að að lýstar kröfur nemi 252 milljónum króna og engar eignir finnist í búinu.

Kredia er enn í rekstri en hefur flutt aðsetur sitt til Danmerkur. Félagið heldur úti vefsíðu á íslensku en lénið er skráð í Danmörku.

Í frétt Kjarnans frá árinu 2014 kom fram að eigandi smálánafyrirtækjanna Kredia og Smálán væri Mario Magela, fjárfestir frá Slóvakíu, sem er með víðtæka smálánastarfsemi í Tékklandi og Slóvakíu. Hann hefði keypt félögin af Leifi Alexander Haraldssyni í árslok 2013. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Mentis réttur eigandi að hlut í RB

Innlent

Hreint styrkir Votlendissjóð á afmælisdaginn

Innlent

Ásmundur setur Bríeti á laggirnar

Auglýsing

Nýjast

Iceland Seafood vill á aðalmarkað Kauphallar

Brunaútsala á öllu flugi hjá WOW

Helga Hlín segir sig úr til­nefningar­nefnd VÍS

Vextir Seðla­bankans ó­breyttir

Nýtt ­app Arion banka opið öllum

Sjóðir Eaton Vance bæta við sig í Arion

Auglýsing