Mið­stjórn Al­þýðu­sam­bands Ís­lands (ASÍ) lýsir yfir þungum á­hyggjum af þróun verð­bólgunnar. Þetta kemur fram í á­lyktun mið­stjórnar sam­bandsins.

„Mið­stjórn telur gagn­rýni­vert að stjórn­völd hafi kosið að leiða hjá sér á­bendingar og varnaðar­orð um að hækkun ýmissa skatta og gjalda um ára­mót myndu koma af fullum þunga niður á al­menningi í formi minni kaup­máttar, verð­bólgu og vaxta­hækkana. Sú spurning gerist sí­fellt á­leitnari hvort ís­lenskir ráða­menn hafi með öllu glatað sam­bandi við líf al­mennings í landinu,“ segir í á­lyktuninni.

Bent er á að verð­bólga mælist nú 9,9% og hafi aftur náð því há­marki sem mældist í júlí­mánuði. Greiningar leiði í ljós að stærstur hluti hækkunar janúar­mánaðar megi rekja til á­kvarðana ríkis­stjórnar um að auka á­lögur, gjöld og skatta.

„Þær á­kvarðanir geta síðar kallað fram stýri­vaxta­hækkun af hálfu Seðla­banka Ís­lands og myndu skila sér af fullum þunga heim til al­mennings í formi aukinnar greiðslu­byrði lána.“

Í á­lyktuninni kemur fram að mið­stjórn Al­þýðu­sam­bandsins lýsi furðu á þeim mál­flutningi stjórn­valda að hækkanir þessar séu með öllu eðli­legar.

„Það eru þær ekki. Þær auka allan fram­færslu- og rekstrar­kostnað al­mennings sem var ó­heyri­legur fyrir. Þessar að­gerðir bitna af mestum þunga á lág­launa­fólki og um leið og hinum fá­tæku er refsað er efna­fólki og völdum at­vinnu­greinum hlíft.“

Í á­lyktun mið­stjórnar segir enn fremur:

„Mið­stjórn minnir launa­fólk á að þær að­gerðir stjórn­valda sem nú rýra kjör þess og lífs­gæði eru mannanna verk. Engin lög­mál mæla fyrir um að al­menningur skuli jafnan bera byrðarnar þegar á móti blæs. Ó­líkt því sem á við víðast hvar í ná­granna­ríkjum fer verð­bólga á Ís­landi enn vaxandi. Er­lendis hafa ráða­menn mark­visst unnið að því að kynda ekki verð­bólgu­bálið. Þar vinna stjórn­völd að því að lina á­hrif „af­komu­kreppunnar” svo­nefndu á al­menning. Slíkar að­gerðir skortir mjög á Ís­landi nú um stundir.“