Í­búðum til sölu hefur fjölgað hratt að undan­förnu. Á höfuð­borgar­svæðinu eru nú 1.067 í­búðir til sölu en í lok júlí voru þær 700 talsins. Sam­kvæmt því er um 52 prósenta aukning. Þetta kemur fram í nýrri mánaðar­skýrslu Hús­næðis- og mann­virkja­stofnunar en til saman­burðar má þess geta að í byrjun febrúar voru að­eins 437 í­búðir skráðar til sölu.

Fram kemur í skýrslunni að í síðustu mánaðar­skýrslu hafi verið fjallað um mögu­lega kólnun á markaði en að nú sjáist skýrari merki þess.

Fleira sem kemur fram í skýrslunni er að um 53,4 prósent í­búða á höfuð­borgar­svæðinu seldust yfir á­settu verði í júlí saman­borið við 62,2 prósent í júní og 65 prósent­þegar mest lét í maí. Þá hefur dregið úr því að í­búðir seljist meira en 5 prósent yfir á­settu verði og þá sér­stak­lega meðal í­búða í fjöl­býli á höfuð­borgar­svæðinu en í júlí seldust 14,8 prósent í­búða þeirra svo mikið yfir á­settu verði á meðan hlut­fallið var hæst 35,2 prósent í apríl.

Styttri meðalsölutími

Þá kemur einnig fram að meðal­sölu­tími hafi styst á milli mánaða og sé nú um 40,1 dagur í stað 42,3.

Þó er tekið fram að þessi þróun fari gegn öðrum mæli­kvörðum um á­stand á fast­eigna­markaði en að það varist að lesa of mikið í það þegar kaup­samningum hefur fækkað svo mikið en þeir voru að­eins 378 talsins í júlí. Þeir hafa ekki verið eins fáir í einum mánuði frá því 2013.

Í skýrslunni er einnig vikið að um­svifum á bygginga­markaði en um­svifin virðast vera í vera í hæstu hæðum um þessar mundir en sam­kvæmt skýrslunni hefur velta ekki verið eins mikil frá því að mælingar hófust árið 2008.

Um 15.760 voru starfandi í byggingar­iðnaði í júlí miðað við árs­tíða­leið­réttar tölur sem er litlu minna en í júní þegar fjöldinn var um 15.800. Fyrir utan júní hafa ekki fleiri verið starfandi í greininni síðan á haust­mánuðum árið 2008. Þá eru mikill fjöldi ný­skráðra fyrir­tækja í byggingar­starf­semi og mann­virkja­gerð og fjöldi gjald­þrota hafa ekki verið lægri frá upp­hafi mælinga í árs­byrjun 2008.