Skúli Mogen­sen at­hafna­maður svarar bak­þönkum læknisins Óttars Guð­munds­sonar í Frétta­blaðinu sem kemur út á morgun, þriðjudag. Í bak­þönkum sínum um helgina furðaði Óttari sig á því að Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra og tveir aðrir ráð­herrar hefðu verið gestir við opnun nýrra sjó­baða Skúla í Hvamms­vík ný­verið.

„Skúli setti flug­­fé­lagið WOW glæsi­­lega á hausinn í árs­byrjun 2019. Fé­lagið var um­­vafið skuldum eins og skrattinn skömmunum. At­vinnu­lífið á Suður­­nesjum var slegið í rot og ríkis­­sjóður tapaði milljörðum. Or­­sakir gjald­­þrotsins má rekja til ýmiss konar mis­­taka í stjórn og rekstri þessa lág­­gjalda­flug­­fé­lags. Þar var aðal­­­lega við Skúla að sakast sem hagaði sér alltaf eins og sjálf­miðað barn í hlut­­verka­­leik.

Þessi saga þvældist þó ekkert fyrir Sjálf­­stæðis­ráð­herrunum sem þar flat­­möguðu í heitu sjávar­­keri á­­samt þotu­liðinu og drukku eðal­­vín. Enginn blaða­­maður spurði af hverju á­byrgðar­­menn ríkis­­sjóðs tækju þátt í slíkum fögnuði,“ sagði Óttar í pistli sínum og spurði hvort að það væri hlut­verk ráð­herra að hjálpa gjald­þrota auð­manni að aug­lýsa nýtt fyrir­tæki í ferða­manna­bransa.

Býður Óttari í Hvammsvík

Skúli segir í pistli sínum sem hægt verður að lesa í heild sinni í Frétta­blaðinu á morgun að hann sé hvorki auð­maður né gjald­þrota og spyr Óttar hvort að hann hafi átt að leggjast í kör og hætta frekari frum­kvöðla­starf­semi og upp­byggingu eftir Wow.

„Þér til upp­lýsingar þá er ég í dag hvorki gjald­þrota né auð­maður, enda ill­mögu­legt að vera hvort tveggja í senn,“ segir Skúli og býður Óttari að koma í Hvamms­víkina þar sem hann vill kynna fyrir honum þá upp­byggingu sem þar á sér stað núna.

Skúli við sjóböðin í Hvammsvík.
Fréttablaðið/Valli