Að öllum líkindum eru komnir kaupendur að WOW air, en fyr­ir­tækið Indigo Partners og WOW air hafa náð sam­komu­lagi um að Indigo fjár­festi í flug­fé­lag­inu. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá WOW air, sem birt var fyrir stuttu. Þar kemur jafnframt fram að um bráðabirgðasam­komu­lag sé að ræða, en unnið er að því að ljúka kaupunum sem fyrst. Skúli Mogensen, eigandi WOW air, verður áfram meginfjárfestir í félaginu. 

„Krafan eftir lággjalda flugmiðum heldur áfram að aukast um allan heim, og með Indigo sem samstarfsfélaga vonumst við til þess að nýta til fulls þetta markaðstækifæri,“ er haft eftir Skúla í fréttatilkynningunni. „Ég hlakka til að vinna með Indigo og er sannfærður um að þetta sé besta langtíma skref fyrir farþega okkar og starfsfólk.“

Himinlifandi yfir fréttunum

Í tölvupósti sem Skúli sendi til allra starfsmanna fyrirtækisins, og Fréttablaðið hefur í höndunum, segist hann vera „himinlifandi“ að deila þessum fregnum með fyrirtækinu. „Takk fyrir að hætta aldrei að trúa á leiðangur okkar að því að byggja upp heimsklassa lággjalda flugfélag það er enn nóg að gera en við höldum áfram að gera frábæra hluti,“

Fyrirtækið Indigo Partners hefur meðal allars fjárfest í Frontier Airlines, JetSmart, Wizzair, Volaris og Volaris Costa Rica. 

Fréttin hefur verið uppfærð.