Skúli Gunn­ar Sig­fús­­son, eða Skúli í Subway, var í dag sýknaður af á­kæru fyrir að milli­­­færa fjár­muni af banka­­reikn­ing­um fé­lags í að­drag­anda þess að fé­lagið var úr­­sk­urðað gjald­þrota. Þetta kemur fram á vef Vísis.

Fé­lagið sem um ræðir nefnist EK1923 ehf. en hét áður Eggert Kristjáns­son ehf. heild­sala. Í á­kærunni var vísað í tvær milli­færslur sem talið var að væru til þess fallnar að rýra efna­hag fé­lagsins.

Fyrri milli­færslan var 21,3 milljóna milli­færsla inn á reikning Sjö­­stjörn­unn­ar í mars 2016 og sú seinni greiðslur frá EK1923 þann 11. Ágúst 2016 til tveggja er­­lendra birgja, en kröf­urn­ar voru gjald­­falln­ar.

Einnig voru tveir aðrir stjórn­endur fé­lagsins, þeir Guð­mund­ur Hjalta­­son, fyrr­ver­andi fram­­kvæmda­­stjóri Sjö­­stjörn­unn­ar og Guð­mund­ur Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi fram­­kvæmda­­stjóri Stjörn­unn­ar, sýknaðir af sömu á­kæru.

Sveinn Andri Sveins­son er lög­maður þrota­bús EK1923 og hefur verið tíð­rætt um um­rætt mál í fjöl­miðlum. Ekki hefur komið fram hvort málinu verði á­frýjað til Lands­réttar.