Innlent

Skuldir við Arion námu hálfum milljarði

Arion er viðskiptabanki Bílanausts. Samsett mynd

Skuldir Bílanausts við Arion banka námu samtals 490 milljónum króna í árslok 2017 en bæði fastafjármunir og rekstrarfjármunir varahlutasölunnar voru veðsettir til tryggingar lánum við bankann.

Eins og greint var frá í dag hefur rekstur Bílanausts verið stöðvaður og öllum 40 starfsmönnum fyrirtækisins sagt upp. Haft var eftir Eggerti Árni Gíslason stjórnarformanni að ekki hefði náðst samkomulag við Arion banka um skuldauppgjör.

Sjá einnig: Vafi leikur á rekstrarhæfi Bílanausts

Stjórnendur Bílanausts áttu í viðræðum við Arion banka í vetur þar sem félagið uppfyllti ekki ákvæði lánasamninga. Kom fram í ársreikningi Bílanausts fyrir árið 2017 að óvissa ríkti um áframhaldandi rekstrarhæfi félagsins ef lánin yrðu ekki gjaldfelld eða ef ekki næðist samkomulag um endurfjármögnun þeirra.

Sjá einnig: Arion banki gengur að veðum sínum í Bílanausti

Fasteignir í eigu Bílanausts ásamt rekstrarfjármunum, birgðum og viðskiptakröfum voru veðsettar Arion banka til tryggingar lánum sem námu samtals 490 milljónum króna í árslok 2017 samkvæmt ársreikningi fyrirtækisins.

Fasteignamat fasteigna Bílanausts nam samtals 157 milljónum króna og brunabótamat 214 milljónum. Þá nam vátryggingarverðmæti birgða, bifreiða, áhalda, tækja nam 564 milljónum króna. 

Ekki liggur fyrir hversu stór hluti fjármunanna var veðsettur vegna skulda við Arion banka en bankinn hefur ekki viljað tjá sig um málið.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Í samstarf við risa?

Innlent

Þróa leiðir fyrir markaðssetningu í Kína

Innlent

Falla frá kaupréttum í WOW air

Auglýsing

Nýjast

Vilja marg­feldis­kosningu fyrir aðal­fund

O'Leary: Lág fargjöld grisjuðu WOW air út

Simmi hættur hjá Keiluhöllinni

Eim­skip breytir skipu­lagi og lækkar for­stjóra­launin

Varaformaðurinn kaupir fyrir fimm milljónir í Högum

Segir hörð átök skaða orðspor og afkomu

Auglýsing