Innlent

Skýr merki um minnkandi spennu

Greinendur Íslandsbanka segja skýr merki um að spenna á vinnumarkaði fari minnkandi.

Vinnumarkaðurinn færist nær jafnvægi eftir hraða fjölgun starfa og vaxandi spennu á fyrri helmingi áratugarins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

Allskýr merki eru um að spenna fari minnkandi á vinnumarkaði, að mati Greiningar Íslandsbanka. Hægari fjölgun heildarvinnustunda bendir til þess að hægt hafi á hagvexti á öðrum fjórðungi ársins og að hagvöxtur mælist almennt nokkru minni þetta ár en í fyrra.

Í umfjöllun greinenda bankans er bent á að samkvæmt nýlegum tölum Hagstofunnar um vinnumarkað hafi ríflega 198 þúsund manns á aldrinum 16 til 74 ára verið starfandi á íslenskum vinnumarkaði á öðrum ársfjórðungi. Jafngildir það 80 prósentum af mannfjölda á þessu aldursbili. Þetta hlutfall fór hæst á öðrum fjórðungi í tæplega 82 prósent fyrir tveimur árum, en hefur lækkað ár frá ári síðan.

Þá mældist atvinnuleysi 3,6 prósent af mannfjölda samkvæmt könnun Hagstofunnar á öðrum fjórðungi en greinendur Íslandsbanka segja að svo virðist sem atvinnuleysishlutfallið hafi náð tímabundnu jafnvægi undanfarin ár eftir hraða lækkun árin 2012 til 2016.

Alls fjölgaði vinnustundum um 0,8 prósent á öðrum fjórðungi ársins frá sama tíma árið áður. Starfandi fjölgaði um 1,3 prósent á milli ára en aftur á móti fækkaði vikulegum vinnustundum að jafnaði um 0,5 prósent.

Bankinn nefnir að samandregið megi lesa út úr vinnumarkaðsgögnum Hagstofunnar að vinnumarkaður sé að færast nær einhvers konar jafnvægi eftir hraða fjölgun starfa og vaxandi spennu á markaðinum á fyrri helmingi áratugarins. „Enn er atvinnuþátttaka á Íslandi þó með því hæsta sem gerist í þróuðum ríkum og atvinnuástand í raun með besta móti,“ segir í umfjöllun greinenda Íslandsbanka.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Viðskipti

Sam­keppnis­yfir­völd harð­orð í garð Isavia

Innlent

Festi hækkar afkomuspá sína

Innlent

Úr­vals­vísi­talan lækkaði og krónan veiktist

Auglýsing

Nýjast

Spáir gjald­þrotum flug­fé­laga í vetur

WOW til Vancouver

Erfitt að taka þátt í „þessari svo­kölluðu byltingu“

Mesta dagshækkun í meira en tvö ár

Minni hagnaður Ryanair

Erlend félög fælast mikinn kostnað

Auglýsing