Á­hugi Ís­lendinga á skötu­veislum er nú kominn aftur í sama horf og hann var fyrir heims­far­aldur, að sögn eig­enda fisk­búða og veitinga­staða.

Sig­fús Sigurðs­son, fyrr­verandi lands­liðs­maður í hand­bolta og eig­andi Fisk­búðar Fúsa, segir það enn of snemmt að meta hvernig skötu­árið í ár verði í saman­burði við fyrri ár. Engu að síður segist hann finna fyrir auknum á­huga á meðal al­mennings.

„Stærstu dagarnir hafa alltaf verið 21. og 22. desember, en það virðist vera meira um það að ein­staklingar séu að kaupa skötu en áður fyrr. Árin 2020 og 2021 voru náttúr­lega Co­vid-jól, þannig að það var minna um boð í heima­húsum,“ segir Sig­fús.

Múla­kaffi segist búast við rúm­lega 900 manns á Þor­láks­messu og er það á pari við þann fjölda sem sást fyrir heims­far­aldur. Margir hafi einnig hringt og spurt hvort það séu fleiri dagar í boði til að gæða sér á skötu.

Sig­fús bætir við að þó svo að skatan sé í aðal­hlut­verki á Þor­láks­messu sé mikið selt af síld, humar og öðrum fisk­tegundum. „Það er oft þannig að þegar búið er að borða kjöt á að­fanga­dag og hangi­kjöt á jóla­dag og annar í jólum er svo til­einkaður af­göngum, þá er kominn tími á að fá eitt­hvað léttara í magann. Þá er rosa­lega gott að grípa í fiskinn.“