Innlent

Skotsilfur: Ofsinn

Ásgeir Jónsson hagfræðingur.

Það er áleitin spurning hvort þjóðfélagsumræðan – þar sem Heimavöllum er lýst sem glæpafélagi – hafi fælt fjárfesta, einkum lífeyrissjóðina, frá félaginu. Þessu velti Ásgeir Jónsson hagfræðingur fyrir sér á Fésbókarsíðu sinni. Hann nefnir að sé sú raunin megi segja að ofsinn á samfélagsmiðlum leiði til hærri leigu, enda muni framboð á leiguhúsnæði minnka við brotthvarf Heimavalla. Ásgeir bendir á að Ísland þurfi á sterkum hagnaðardrifnum leigufélögum að halda. Leigan sé há en það stafi af því að Ísland sé hávaxtaland og framboð á nýjum íbúðum takmarkað.

Kristín Soffía Jónsdóttir borgarfulltrúi. Fréttablaðið/Stefán

Líta í eigin barm

Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingar, segir að há leiga verslunarhúsnæðis sé vandamálið í miðbænum en ekki göngugötur. Hún skýtur fram hjá ábyrgð stjórnmálamanna. Fasteignagjöld á höfuðborgarsvæðinu hafa hækkað um rúmlega 65 prósent 2014 til 2019. Hækkunin er tvímælalaust meiri í miðbænum. Rekstrarkostnaður fasteignafélaga er að stórum hluta fasteignagjöld. Arðsemi af rekstri þeirra er ekki mikil og því er eðlilegt að velta auknum kostnaði út í leiguverð. Skattastefna borgarinnar er því ljón í vegi líflegrar miðborgar

Þorsteinn Sæmundsson þingmaður. Ernir Eyjólfsson

Rugl Þorsteins

Stjórnmálamenn reyna eitt og annað til að ná eyrum kjósenda. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, brá á það ráð að veitast að matvöruverslun. Hann segir samþjöppun of mikla og kallar eftir hertari samkeppnislögum. Hið rétta er að það er sökum stærðarhagkvæmni að hægt er að bjóða neytendum betra verð. Neytendur yrðu verr settir ef verslunarkeðjurnar yrðu brotnar upp. Þorsteinn nefndi að niðurfelling tolla á matvöru myndi litlu skila því verslanir séu svo illa reknar. Það er rugl.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Prentmet kaupir prentsmiðjuna Odda

Innlent

Aukinn hagnaður Júpiters

Innlent

178 milljóna króna gjaldþrot SPRON-félags

Auglýsing

Nýjast

Már: Ég bjóst síður við þessu

Fé­lag um vind­myllur í Þykkva­bæ gjald­þrota

Tölu­verð verð­lækkun á fast­eigna­markaði

Hluta­bréf í Icelandair rjúka upp í verði

Afland­skrónurnar fara hægt út

Óbreyttir stýrivextir

Auglýsing