Ríkisendurskoðun, sem Skúli Eggert Þórðarson leiðir, hefur það hlutverk að hafa eftirlit með fjármunum ríkisins. Hins vegar hefur verið erfitt að hafa eftirlit með stofnuninni sjálfri enda var það bara í þarsíðustu viku sem hún birti ársskýrslu fyrir 2017 á vef sínum. Skýrslan hefur reyndar verið tilbúin í meira en ár en stofnunin mun hafa verið í basli með að setja hana á netið. Skýrslan fyrir 2018 hefur síðan tafist vegna þess að stofnunin réð nýjan endurskoðanda sem þurfti samþykki forsætisnefndar. Það náðist ekki í vor og þurfti því að bíða fram til sumarloka.

Sigurður Kr. Sigurðsson
Ljósmynd/Gamma

Til Akta

Sigurður Kr. Sigurðsson, sem hefur starfað sem sjóðsstjóri hjá GAMMA Capital Management síðustu ár, mun taka til starfa hjá sjóðastýringarfyrirtækinu Akta á næstunni en félagið er í eigu starfsmanna og Kviku banka sem fer með þriðjungshlut. Áður en Sigurður fór til fjármálafyrirtækisins GAMMA starfaði hann hjá MP banka og Seðlabanka Íslands.