Jón Björnsson, fyrrverandi forstjóri Festar, tók nýverið sæti stjórnarformanns bakarísins Brauðs & Co. Um leið var stjórninni skipt út og fjórir nýir, auk Jóns, tóku þar sæti eða þeir Birgir Þór Bieltvedt, Magnús Hafliðason, Ágúst Einþórsson og Þórir Snær Sigurjónsson.Jón, sem leiddi vel heppnaða umbreytingu á rekstri Festar, lét af störfum sem forstjóri félagsins síðasta haust og var í kjölfarið kjörinn stjórnarformaður Krónunnar. Hann situr auk þess í fleiri stjórnum hér á landi og á Norðurlöndunum.

Harpa Jónsdóttir.

Nálgast ríkisbréfin

Það er ekki ofsögum sagt að helsta verkefni bankanna – nú þegar hagkerfið er tekið að kólna og samkeppnisumhverfið að breytast hratt – sé að auka arðsemi af rekstri sínum. Og þar eiga þeir mikið verk fyrir höndum, eins og Harpa Jónsdóttir, framkvæmdastjóri á sviði fjármálastöðugleika í Seðlabankanum, nefndi á fundi í bankanum í síðustu viku. Hún sagði arðsemina hafa farið minnkandi undanfarið og nú væri svo komið að hún væri einungis um einu prósentustigi meiri en ávöxtunarkrafa ríkisbréfa til eins til tveggja ára.

Bjarni K. Þorvarðarson.

Eftirsóttur

Bjarni Þorvarðarson, forstjóri Coripharma, kom nýverið nýr inn í stjórn Símans en hann hefur mikla þekkingu á fjarskiptageiranum vegna fyrri starfa sinna hjá Vodafone á Íslandi og Hibernia Networks. Bjarni sækist einnig eftir sæti í stjórn Eikar fasteignafélags á aðalfundi í dag. Því til viðbótar situr hann í stjórn fiskeldisfyrirtækisins Matorku. Hann ætti því að hafa nóg á sinni könnu þessi dægrin.