Innlent

Skotsilfur: Hreiðar úr stjórn Eyris Invest

Hreiðar Bjarnason

Hreiðar Bjarnason, framkvæmdastjóri fjármála hjá Landsbankanum, hefur hætt í stjórn Eyris Invest eftir að bankinn seldi rúmlega níu prósenta hlut í fjárfestingafélaginu. Landsbankinn fer með 12,8 prósenta hlut í Eyri Invest eftir söluna. Bankinn hafði verið undir þrýstingi af hálfu Fjármálaeftirlitsins um að minnka hlut sinn í félaginu og í september hóf FME að leggja dagsektir á Landsbankann.

Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson

Minning Pálma heiðruð

Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson heldur minningu afa síns Pálma Jónssonar, stofnanda Hagkaups, á lofti. Það gerir hann með því að nefna fjárfestingafélag sitt eftir ísgerðinni Ísborg sem afi hans stofnaði áður en hann gerði Hagkaup að stórveldi. Samkeppniseftirlitið blessaði nýverið kaup Ísborgar á þremur verslunum af Högum auk dagvörusölu Olís í Stykkishólmi. Hann heldur sig því á svipuðum slóðum og afi sinn forðum í verslunarrekstri. Sigurður Pálmi er, eins og þekkt er, sonur Ingibjargar Stefaníu Pálmadóttur. Hann stofnaði netmatvöruverslunina Boxið árið 2016 og opnaði Sports Direct-verslun hérlendis árið 2012. Hlutur fjölskyldu Sigurðar Pálma í íþróttavöruversluninni var seldur til alþjóðlegu keðjunnar í ár.

Jónas til liðs við Íslenska fjárfesta

Jónas Guðmundsson, sem hefur að undanförnu starfað hjá Íslenskum verðbréfum (ÍV), hætti störfum hjá verðbréfafyrirtækinu í síðustu viku og hefur gengið til liðs við Íslenska fjárfesta. Jónas hafði verið sérfræðingur í eignastýringu Íslenskra verðbréfa en þar áður starfaði hann sem viðskiptastjóri hjá Íslandsbanka.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Marel hækkað um 29 prósent frá áramótum

Innlent

Ásgeir: „Bitnar verst á þeim sem síst skyldi“

Innlent

Bjarnheiður segir boðun verkfalla veruleikafirrta leikfléttu

Auglýsing

Nýjast

Skotsilfur: Línur að skýrast

ISI sameinar dótturfélög í Suður-Evrópu

Reiknað með 1,7 prósent hagvexti í ár

Laun myndu hækka um allt að 85 prósent

Dró upp „hryggðar­mynd“ og vísaði í Game of Thrones

Nova hefur prófanir á 5G-tækni

Auglýsing