Innlent

Skot­silfur: Fjöl­skyldu­tengsl Arion og WOW

Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Tiltölulega þröngur hópur fólks kom að viðræðum Icelandair Group og WOW air í húsakynnum KPMG í Borgartúni um helgina. Sérfræðingar KPMG, sem er endurskoðandi beggja félaga, tóku þátt í viðræðunum og þá komu starfsmenn Arion banka og Arctica Finance einnig að málum. 

Skúla Mogensen til halds og trausts var meðal annars Ólafur Höskuldsson, framkvæmdastjóri fjárfestingafélagsins Títans, sem er í eigu Skúla og heldur utan um eignir hans í WOW air. Svo skemmtilega vill til að hinum megin við borðið sátu starfsmenn lánardrottins flugfélagsins, Arion banka, sem er einmitt stýrt af föður Ólafs, Höskuldi H. Ólafssyni

Aukinn áhugi 

Áhugi á forstjórastarfi Icelandair Group ætti ef að líkum lætur að aukast í kjölfar þess að tilkynnt var um kaup flugfélagsins á helsta keppinautnum, WOW air. Í stað þess að stýra einu flugfélagi mun enda nýr forstjóri hafa yfirumsjón með tveimur langsamlega stærstu flugfélögum landsins. 

Fréttablaðið/GVA

Þá er ljóst að verkefni nýs forstjóra samstæðunnar verða nokkuð breytt frá þeim verkefnum sem fyrri forstjórar glímdu við. Endurskipuleggja þarf rekstur WOW air frá grunni og taka verulega til í leiðakerfum félaganna beggja. Úlfar Steindórsson, stjórnarformaður Icelandair Group, og kollegar hans í stjórn eiga vandasamt verk fyrir höndum. 

Fréttablaðið/Ernir

Óánægja í Eik 

Nokkurrar óánægju gætir í hluthafahópi Eikar fasteignafélags vegna þeirra áherslubreytinga sem stjórnendur félagsins kynntu fyrr í sumar og felast í því að leita í auknum mæli fjárfestinga erlendis. Sem kunnugt er féll félagið frá þátttöku sinni í breskum framtakssjóði, sem átti einkum að fjárfesta í lagerhúsnæði í Bretlandi, eftir að hluthafar höfðu lýst efasemdum sínum um áformin. Málið þykir hið vandræðalegasta fyrir Garðar Hannes Friðjónsson forstjóra og hefur jafnframt vakið ýmsar spurningar um stöðu hans í forstjórastólnum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Svipmynd: Mikilvægt að fyrirtækið sé rétt stillt af

Innlent

Fasteignafélögin fengu meðbyr

Innlent

Skot­silfur: Leita til Logos og Deloitte

Auglýsing

Nýjast

Íslensk flugfélög geta samið um Síberíuflugleiðina

Fasteignafélög fengið nær alla athyglina í dag

Enn syrtir í álinn hjá Snapchat

Hættir sem fram­kvæmda­stjóri hjá Origo

Arion semur við Citi um ráðgjöf vegna Valitor

Arion banki gefur út víkjandi skuldabréf

Auglýsing