Veitinga­húsa­rek­endur sau­tján veitinga­staða skora á stjórn­völd að veita frum­varpi dóms­mála­ráð­herra um net­verslun með á­fengi flýti­með­ferð vegna þeirra að­stæðna sem uppi eru í sam­fé­laginu. Þetta kemur fram í til­kynningu sem Jakob E. Jakobs­son, veitinga­húsa­rekandi á Jóm­frúnni og stjórnar­maður í SAF birtir á Face­book síðu sinni.

„Við, undir­ritaðir veitinga­menn stöndum eins og aðrir lands­menn frammi fyrir áður ó­þekktu á­standi. Lík­legt má telja að margir innan okkar raða munu tapa sínum fyrir­tækjum ef fer sem horfir. Flestir reyna þó að að­laga sig breyttum að­stæðum, bjóða upp á heims­endinga­þjónustu sem og heim­töku (take away) auk snertilausra við­skipta og svo mætti á­fram telja.
Fram­legðin er ekki mikil en við viljum þjónusta okkar við­skipta­vini hér eftir sem hingað til og freista þess að koma fyrir­tækjum okkar í var sem og störfum þeim tengdum, meðan stormurinn gengur yfir,“ segir í til­kynningunni.

„Í dóms­mála­ráðu­neytinu er til­búið frum­varp um net­verslun með á­fengi sem enn hefur ekki verið leitt í lög. Við krefjumst þess af stjórn­völdum að frum­varpið verði sett í flýti­með­ferð og það sam­þykkt með til­liti til þeirra að­stæðna sem uppi eru í sam­fé­laginu. Sala létt­víns og bjórs sam­hliða veitinga­sölu á netinu gæti reynst sem lítill plástur á svöðu­sár veitinga­staða um þessar mundir. Þótt að­gerðin sé minni­háttar (og löngu tima­bær) gæti inn­leiðing laga um að heimila net­verslun með á­fengi skilið milli feigs og ó­feigs hjá fjölda veitinga­manna. Þar að auki myndi inn­leiðingin styrkja inn­lenda fram­leiðslu sem mun þá loks sitja við sama borð og er­lendir keppi­nautar.“

Segir enn­fremur í til­kynningunni að veitinga­mennirnir telji að ein­okun ríkisins í mála­flokki gangi gegn þeirri sam­fé­lags­legu á­byrgð sem yfir­völdum beri að sýna við nú­verandi að­stæður.

„Því er þess einnig óskað, til þrauta­vara, nái frum­varpið ekki fram að ganga, að sett verði bráða­birgða­á­kvæði líkt og ná­granna­lönd okkar og aðrir hafa þegar gert. Slíkt á­kvæði myndi heimila vín­veitinga­leyfis­höfum heim­sendingu á á­fengi með mat á meðan Co­vid-19 far­aldurinn gengur yfir.“

Til­kynningin í heild sinni:

Wine - away
Á­gætu ráð­herrar Katrín Jakobs­dóttir, Bjarni Bene­dikts­son og Ás­laug Arna Sigur­björns­dóttir

Við, undir­ritaðir veitinga­menn stöndum eins og aðrir lands­menn frammi fyrir áður ó­þekktu á­standi. Lík­legt má telja að margir innan okkar raða munu tapa sínum fyrir­tækjum ef fer sem horfir. Flestir reyna þó að að­laga sig breyttum að­stæðum, bjóða upp á heims­endinga­þjónustu sem og heim­töku (take away) auk snertilausra við­skipta og svo mætti á­fram telja. Fram­legðin er ekki mikil en við viljum þjónusta okkar við­skipta­vini hér eftir sem hingað til og freista þess að koma fyrir­tækjum okkar í var sem og störfum þeim tengdum, meðan stormurinn gengur yfir.

Í dóms­mála­ráðu­neytinu er til­búið frum­varp um net­verslun með á­fengi sem enn hefur ekki verið leitt í lög. Við krefjumst þess af stjórn­völdum að frum­varpið verði sett í flýti­með­ferð og það sam­þykkt með til­liti til þeirra að­stæðna sem uppi eru í sam­fé­laginu. Sala létt­víns og bjórs sam­hliða veitinga­sölu á netinu gæti reynst sem lítill plástur á svöðu­sár veitinga­staða um þessar mundir. Þótt að­gerðin sé minni­háttar (og löngu tima­bær) gæti inn­leiðing laga um að heimila net­verslun með á­fengi skilið milli feigs og ó­feigs hjá fjölda veitinga­manna. Þar að auki myndi inn­leiðingin styrkja inn­lenda fram­leiðslu sem mun þá loks sitja við sama borð og er­lendir keppi­nautar.

Ein­okun ríkisins í þessum mála­flokki gengur að okkar mati gegn þeirri sam­fé­lags­legu á­byrgð sem yfir­völdum ber að sýna við nú­verandi að­stæður. Því er þess einnig óskað, til þrauta­vara, nái frum­varpið ekki fram að ganga, að sett verði bráða­birgða­á­kvæði líkt og ná­granna­lönd okkar og aðrir hafa þegar gert. Slíkt á­kvæði myndi heimila vín­veitinga­leyfis­höfum heim­sendingu á á­fengi með mat á meðan Co­vid-19 far­aldurinn gengur yfir.
Virðingar­fyllst

Jakob E. Jakobs­son, Jóm­frúnni og stjórnar­maður í SAF
Ólafur Örn Ólafs­son, Tíu sopar
Frið­geir Ingi Ei­ríks­son, Brasserie Ei­ríks­son
Nuno Alexandre Bentim Servo, Apó­tek re­staurant
Þráinn Freyr Vig­fús­son, Sumac
Kristján Þor­steins­son, Osushi
Hrefna Björk Sverris­dóttir, ROK re­staurant
Gunnar Karl Gísla­son, DILL re­staurant
Þráinn Lárus­son, Glóð re­staurant og for­maður veitinga­nefndar SAF
Ágúst Reynis­son, Hrefna Rósa Sætran og Gud­laugur P Fri­manns­son, Fisk­markaðurinn og Grill­markaðurinn
Gísli Matthías Auðuns­son, Slippurinn
Stefán Magnús­son, Mat­hús Garða­bæjar
Björn Steinar Jóns­son og Gísli Gríms­son, SKÁL!
Böðvar Lemacks, KRÖST, Grill og Wine bar
Gunnar Rafn Heiðars­son, KOL
Hrafn­kell Sig­ríðar­son, Mat­bar