Neyt­end­a­sam­tök­in, NS, skor­a á Al­menn­a inn­heimt­u ehf. að stöðv­a nú þeg­ar inn­heimt­u vegn­a smá­lán­a­skuld­a sem sam­tök­in segj­a að bygg­i á ó­lög­mæt­um lán­um. Í til­kynn­ing­u frá sam­tök­un­um seg­ir að „ekk­ert virð­ist fá stöðv­að“ Al­menn­a inn­heimt­u í þessum efnum.

Frétt­a­blað­ið hef­ur fjall­að ít­ar­leg­a um starf­sem­i ís­lenskr­a smá­lán­a­fyr­ir­tækj­a. Greint var frá því í lok mars að starf­sem­i smá­lán­a­fyr­ir­tækj­ann­a Kred­i­a, Hrað­pen­ing­a, Smá­lán­a, 1909 og Múla væru nú öll í eigu Ecomm­erc­e 2020. Vef­síð­ur fyr­ir­tækj­ann­a væru á ís­lensk­u en und­ir dönsk­u léni sem væru í eigu tékk­nesk­a fjár­fest­ing­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Verr­i­er Gro­up sem er til húsa í blokk í Prag.

Hér á land­i sér lög­fræð­i­stof­an Al­menn inn­heimt­a um að inn­heimt­a van­skil­a­kröf­ur fyr­ir hönd dansk­a fé­lags­ins. NS segj­a í til­kynn­ing­u sinn­i að Al­mennr­i inn­heimt­u virð­ist „fyr­ir­mun­að að send­a lán­tak­end­um skýr­a sund­ur­lið­in á kröf­um skipt nið­ur í láns­upp­hæð, vaxt­a­kostn­að og inn­heimt­u­kostn­að þrátt fyr­ir fjöld­a beiðn­a þess efn­is“.

Höfuðstöðvar Ecommerce 2020 í Kaupmannahöfn.

„Fyr­ir­tæk­ið gef­ur sér allt að þrjá mán­uð­i til að veit­a þess­ar upp­lýs­ing­ar sem lán­veit­end­ur eiga þó ský­laus­an rétt á. Það vek­ur furð­u að fyr­ir­tæk­ið hafi ekki til­tæk­a sund­ur­lið­un á kröf­um sem það tel­ur sér þó fært að inn­heimt­a,“ seg­ir í til­kynn­ing­unn­i.
NS segj­ast hafa und­ir hönd­um gögn sem sýna að heild­ar­end­ur­greiðsl­ur lán­tak­end­a eru mun hærr­i en lög leyf­a, jafn­vel þó mið­að sé við hæst­u lög­leg­u vext­i.

Bótaábyrgð kunni að hafa skapast

„Þrátt fyr­ir það held­ur fyr­ir­tæk­ið á­fram inn­heimt­u sinn­i og hót­un­um um skrán­ing­u á van­skil­a­skrá Cred­it­in­fo,“ seg­ir í til­kynn­ing­unn­i en NS í­trek­a þau til­mæl­i sín til lán­tak­end­a, sem greitt hafa hærr­i upp­hæð til baka en sem nem­ur láns­upp­hæð, að fara fram á skýr­a sund­ur­lið­un frá Al­mennr­i inn­heimt­u.

Þess­u hafi ver­ið kom­ið í­trek­að á fram­fær­i við fyr­ir­tæk­ið án þess að fá við­brögð. Þá segj­a sam­tök­in að Al­mennr­i inn­heimt­u megi vera ljóst að líkur séu á að bót­a­á­byrgð hafi skap­ast, ekki síst í þeim til­fell­um þar sem lán­tak­end­ur hafa ver­ið sett­ir á van­skil­a­skrá að ó­sekj­u.