Skiptastjórar WOW air, hafa til skoðunar að rifta greiðslum þriggja lánadrottna WOW air sem tóku þátt í skuldabréfaútboði flugfélagsins í haust. Um hafi verið að ræða skuldbreytingu en ekki fjárfestingu.

Skiptastjórar byggja mat sitt á greiningu Deloitte sem var kynnt á kröfuhafafundi WOW air í dag. Í úttekt Deloitte kemur fram að þeim fjármunum sem söfnuðust hafi að mestu verið varið til uppgreiðslu gjaldfallinna krafa, eða rúmum 33 milljónum dala af þeim 50 milljónum sem voru til ráðstofunar eftir greiðslu þóknunar og ráðstöfun fjármuna á vaxtagreiðslureikning.

Um 20 milljónum dala var varið til uppgreiðslu skulda við fyrirtæki sem sjálf voru þátttakendur í útboðinu, þ.e.a. Avolon, ALC og Arion banka. Félagið sjálft tók þátt í útboðinu, auk þess sem Skúli Mogensen keyptu 10 prósent af heildarútgáfunni.

Samkvæmt fjárfestakynningu fyrir skuldabréfaútboðið átti að ráðstafa fjármununum sem söfnuðust í almennan rekstur WOW air auk þess sem leggja átti inn fjármuni á bundinn vaxtareikning.
Fréttablaðið/Ernir

„Þátttaka Skúla Mogensen virðist að fullu hafa verið fjármögnuð með lántöku frá Arion banka. Ekki liggur fyrir hvort öðrum þátttakendum var kunnugt um þátttöku félagsins, Skúla eða fjármögnun hennar,“ segir í úttekt Deloitte.

Samkvæmt fjárfestakynningu fyrir skuldabréfaútboðið átti að ráðstafa fjármununum sem söfnuðust í almennan rekstur WOW air auk þess sem leggja átti inn fjármuni á bundinn vaxtareikning.

„Þegar kom að fyrsta vaxtagreiðsludegi 24. Desember 2018 virðast fjármunir ekki hafa verið til staðar þar sem félagið hafi ráðstafað þeim í annan rekstur.“

Deloitte bendir skiptastjóra á að skoða hvort greiðslur félagsins í kjölfar skuldabréfaútboðsins til Arion banka, ALC og Avolon, séu riftanlegar.

„Við bendum skiptastjórum á að kanna hvort grundvöllur sé til að rifta greiðslum til Arion banka, Avolon og ALC í kjölfar skudlabréfaútboðsins í september 2018 þar sem þátttaka þessara kröfuhafa fól fremur í sér skuldbreytingu en ekki eiginlega fjárfestingu. með greiðslu nýs fjármagns til félagsins. “