Skiptum er lokið úr þrota­búi starfs­manna­leigunnar Manna í vinnu, en fé­lagið var tekið til gjald­þrota­skipta 18. septem­ber í fyrra.

Engar eignir fundust í búinu og var skiptum í því lokið 11. septem­ber síðast­liðinn án þess að greiðsla fengist í lýstar kröfur sem námu rúmum 213 milljónum króna. Þetta kemur fram í Lög­birtinga­blaðinu í dag.

For­svars­menn fé­lagsins hafa kennt fjöl­miðlum og full­trúum verka­lýðs­hreyfingarinnar um gjald­þrotið en þeir höfðu betur í meið­yrða­máli gegn Maríu Lóu Frið­jóns­dóttur, sér­fræðingi hjá ASÍ í árs­lok í fyrra. Málið varðaði um­mæli sem hún lét falla um fyrir­tækið eftir að full­trúar ASÍ og lög­reglunnar könnuðu að­stæður rúmenskra starfs­manna þess.

Fyrir­tækið hafði áður verið til um­fjöllunar í þætti Kveiks á Rúv en í þættinum var fjallað um man­sal og slæman að­búnað er­lendra verka­manna á Ís­landi.

Nokkrum mánuðum eftir að þátturinn var sýndur á Rúv lagði Vinnu­mála­stofnun 2,5 milljóna króna stjórn­valds­sekt á fé­lagið vegna mis­ræmis í til­kynningum til stofnunarinnar um starfs­mennina.