Skipting þrota­bús hins fallna flug­fé­lags WOW air kostaði rúmar 120 milljónir en þetta kom fram á fundi kröfu­hafa í dag. Eru verk­taka­greiðslur og greiðslur til tíma­bundinna starfs­manna hæstar.

Eins og Frétta­blaðið hefur greint frá fer fundur kröfu­hafa nú fram og hafa þar ýmsar nýjar upp­lýsingar komið fram. Meðal annars hefur komið fram að skipta­stjórar hafa til skoðunar að krefjast endur­greiðslu á þeim kostnaði sem til féll vegna fast­eignar Skúla Mogen­sen í London, þar sem mögu­lega sé um að ræða ó­lög­mæt hlunnindi.

Á fundinum kom fram að þóknun til skipta­stjóra og full­trúa hafi verið rúmar 33 milljónir króna. Að­keypt lög­fræði­þjónusta rúmar 6 milljónir króna, greiðslur til verk­taka og tíma­bundinna starfs­manna rúmar 53 milljónir króna, ferða­kostnaður 900 þúsund, hús­næði­kostnaður rúmar 21 milljónir og annar rekstrar­kostnaður tæpar 7 milljónir króna.

Skipta­kostnaðurinn:

Þóknun skipta­stjóra og full­trua: 33.352.650 kr.
Að­keypt lög­fræði­þjónusta: 5.803.559. kr.
Verk­takar og tímab. starfs­menn: 52.566.545 kr.
Ferða­kostnaður: 895.972 kr.
Hús­næðis­kostnaður: 21.205.646 kr.
Annar rekstrar­kostnaður: 7.231.248 kr.
Sam­tals: 121.055.620 kr.