Innlent

Skipta­stjóri til­kynnti Rosen­berg til ­sak­sóknara

​Skiptastjóri þrotabús Kaffi Rosenbergs ehf. hefur tilkynnt hugsanlegt bókhaldsbrot hjá félaginu til embættis héraðssaksóknara. Skiptum er lokið í félaginu.

Rosenberg var áður til húsa á Klapparstíg 27. Nýir eigendur reka írskan bar þar í dag. Fréttablaðið/Vilhelm

Skiptastjóri þrotabús Kaffi Rosenbergs ehf. hefur tilkynnt hugsanlegt bókhaldsbrot hjá félaginu til embættis héraðssaksóknara. Skiptum er lokið í félaginu, en Fréttablaðið greindi frá fyrr í dag. Alls námu lýstar kröfur rúmlega 43 milljónum króna. Ekkert fékkst greitt upp í þá upphæð og þá fundust engar eignir í búinu.

RÚV greinir frá að málið sé á borði héraðssaksóknara en Hróbjartur Jónatansson, skiptastjóri í búinu, staðfestir í samtali við Fréttablaðið að málið hafi verið tilkynnt.

Embættið metur næstu skref

„Við boðuðum til okkar fyrirsvarsmenn félagsins og gerðum kröfu um bókhaldsupplýsingar. Við fáum þær ekki þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir og þá ber okkur að vekja athygli á því,“ segir hann. 

Björn Þorvaldsson, saksóknari hjá embættinu, segir að málið sé komið á þeirra borð en rannsókn á málinu sé ekki hafin.

Kári Sturluson og Ólafur Örn Ólafsson festu kaup á staðnum í febrúar í fyrra, af þeim Þórði Pálmasyni og Auði Kristmannsdóttur, en seldu hann eftir fimm mánaða rekstur. Kári var um það leyti flæktur í mál sem tengdist honum og störfum hans sem umboðsmaður hljómsveitarinnar Sigur Rósar.

Tugmilljónir týndar í tengslum við tónleika

Þannig höfðu 35 milljónir króna horfið í tengslum við miðasölu hljómsveitarinnar vegna tónleika í Hörpu. Fréttablaðið greindi frá því á sínum tíma að Kári hefði fengið milljónirnar 35 í fyrirframgreiðslu hjá Svanhildi Konráðsdóttur, forstjóra Hörpu, en hún sór af sér alla aðkomu að málinu.

Eftir að Rosenberg var lokað tóku nýir aðilar við eigninni á Klapparstíg, gerðu hana upp, og reka í dag írska barinn The Irishman Pub. Viðskiptablaðið greindi frá því að tveir lífeyrissjóðir hafi farið fram á gjaldþrotaskiptin í apríl fyrr á árinu.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

43 milljóna króna gjald­þrot Rosen­berg

Innlent

WOW air óskar eftir greiðslu­fresti

Innlent

Vara við við­skiptum við eist­neskt fyrir­tæki

Auglýsing

Nýjast

Breskt flug­fé­lag fellir niður flug og lýsir yfir gjald­þroti

Heilbrigði verður að vera smá nautn

Hagnaður TM dróst saman um 78 prósent

Afkoma af fjárfestingum Sjóvár undir væntingum

Sakfelldir í Icelandair-innherjamáli

Heimilin halda að sér höndum

Auglýsing