Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála-og efna­hags­ráð­herra hefur skipað þriggja manna hæfnis­nefnd í sam­ræmi við á­kvæði laga um Seðla­banka Ís­lands til að meta hæfni um­sækj­enda um em­bætti vara­seðla­banka­stjóra fjár­mála­stöðug­leika. Þetta kemur fram í til­kynningu á vef Stjórnar­ráðsins.

Nefndina skipa Ásta Dís Óla­dóttir, lektor við Há­skóla Ís­lands, til­nefnd af sam­starfs­nefnd há­skóla­stigsins, Jacqueline Clare Mal­let, lektor við Há­skólann í Reykja­vík, til­nefnd af banka­ráði Seðla­banka Ís­lands og Vil­hjálmur Egils­son, rektor Há­skólans á Bif­röst, sem skipaður er án til­nefningar og er jafn­framt for­maður nefndarinnar.

Þá kemur fram að tíu hafi sótt um em­bættið. Á­formað er að hæfnis­nefndin skili niður­stöðum sínum til ráð­herra eigi síðar en 15. desember nk.

Eftirfarandi sóttu um stöðuna:

Arnar Bjarnason, lektor og framkvæmdastjóri
Ásdís Kristjánsdóttir, aðalhagfræðingur og forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins
Guðrún Johnsen, hagfræðingur
Gunnar Jakobsson, lögfræðingur
Haukur C. Benediktsson, hagfræðingur
Jón Þór Sturluson, aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins
Kristrún Heimisdóttir, lögfræðingur
Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Lánasjóðs sveitarfélaga
Tómas Brynjólfsson, skrifstofustjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu
Yngvi Örn Kristinsson, hagfræðingur Samtaka fjármálafyrirtækja