Nýsköpunarfyrirtæki sem konur hafa stofnað skila fjárfestum meiri arðsemi en nýsköpunarfyrirtæki sem karlar stofna, eða yfir tvöfalt meiri arðsemi á hvern dollara sem er fjárfestur. Konur eiga hins vegar miklu erfiðara með að fá fjárfesta til liðs við sig.

Konurnar þurfa oftar að sanna getu sína en karlar auk þess sem karlkyns fjárfesta skortir oft þekkingu á vörum og þjónustu sem konur setja á markað fyrir kynsystur sínar.

Þetta kemur fram í skýrslu ráðgjafarfyrirtækjanna Boston Consulting Group og MassChallenge sem hafa rannsakað mun á fyrirtækjum kvenna og karla.