Innlent

Skellt í lás hjá Odds­son og öllu starfs­fólki sagt upp

Erlendir aðilar munu hafa keypt reksturinn og hyggja á miklar breytingar, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.

Skellt verður í lás í næstu viku. Fréttablaðið/GVA

Hótelinu Oddsson í JL-húsinu í Vesturbæ Reykjavíkur verður lokað í næstu viku og hefur öllu starfsfólki verið sagt upp. Erlendir aðilar munu hafa keypt reksturinn og hyggja á miklar breytingar, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.

Margrét Ásgeirsdóttir, sem á helmingshlut í hótelinu, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Hún vildi heldur ekki upplýsa um hvort Oddsson verði opnað á nýjum stað síðar meir.

Starfsfólk var upplýst um gang mála á dögunum og var þá tilkynnt um kaup erlendra aðila á rekstrinum, auk þess sem verið væri að skoða nýja staðsetningu fyrir hótelið. Tekið var fram að nýir eigendur hafi hug á að breyta bæði rekstri og húsnæði. Uppsögnina bar að með nokkuð óvæntum hætti en allir fá greidd laun út nóvember.

Veitingastaðurinn Bazaar var hluti af Oddsson/JL hostel.

Um er að ræða blöndu af hóteli og hosteli; Oddsson hótel og JL hostel. Það var opnað árið 2016 og rúmar um 250 gesti. Margrét Ásgeirsdóttir fjárfestir og knattspyrnumaðurinn Arnar Gunnlaugsson komu hótelinu á fót. 

Karókí-herbergi var á neðstu hæð hótelsins, sem vafalítið margir munu gráta, enda samkomustaður sem sótti sér vinsældirnar hratt og örugglega.

Uppfært

Upphaflega kom fram að Tryggvi Þór Herbertsson hefði komið að stofnun hótelsins. Það er ekki rètt. Hann var hins vegar á meðal þeirra sem opnuðu veitingastaðinn Bazaar, sem var staðsettur í húsnæði hótelsins. Beðist er velvirðingar á þessu.  

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Vara við við­skiptum við eist­neskt fyrir­tæki

Innlent

Heilbrigði verður að vera smá nautn

Innlent

Hagnaður TM dróst saman um 78 prósent

Auglýsing

Nýjast

Afkoma af fjárfestingum Sjóvár undir væntingum

Sakfelldir í Icelandair-innherjamáli

Heimilin halda að sér höndum

Skotsilfur: Ofsinn

Magnús Óli endurkjörinn formaður FA

Seldi Íslendingum fasteignir á Spáni fyrir 1,2 milljarða

Auglýsing