Skeljungur hefur í dag sölu á um­hverfis­vænum Tjöru­hreinsi undir vöru­heitinu Vænni.

Tjöru­hreinsirinn, sem hlotið hefur Svansvottun, er fram­leiddur af sprota­fyrir­tækinu Gefn fyrir Skeljung og er fram­leiddur með tækni Gefnar sem um­breytir úr­gangi og út­blæstri í um­hverfis­vænni efna­vöru.

Fram­leiðslan er inn­lend og er unnin úr inn­lendum úr­gangs­hrá­efnum sem heldur kol­efnis­fót­spori vörunnar í lág­marki. Um­búðirnar eru einnig úr endur­vinnan­legu plasti.

„Þessi nýja vara er ein­stök og í raun sú fyrsta sinnar tegundar sem hefur hlotið Svansvottun hér á landi"

Guð­mundur Þór Jóhannes­son, Inn­kaupa­stjóri hjá Skeljungi, segir að fyrir­tækið hafi verið að leita leiða til að fjölga um­hverfis­vænni val­kostum í vöru­fram­boði fé­lagsins.

„Sam­starfið við Gefn gerir okkur kleift að bjóða upp á um­hverfis­vænni val­kost sem getur komið í stað hefð­bundinna tjöru­hreinsa sem inni­halda oftast vara­söm og mein­gandi efni. Þessi nýja vara er ein­stök og í raun sú fyrsta sinnar tegundar sem hefur hlotið Svansvottun hér á landi,” segir Guð­mundur.