Í ljósi umfjöllunar í fjölmiðlum í dag um kostnað ríkissjóðs vegna þeirra starfsmanna Skeljungs sem fengu hlutabótagreiðslur í apríl telur Skjeljungur að ekki hafi verið rétt að nýta úrræðið.

Skeljungur mun því bjóða starfsmönnum sínum fulla vinnu frá og með 1. maí. Vinnumálastofnun verður endurgreitt allan þann kostnað sem til féll vegna starfsmanna Skeljungs í aprílmánuði. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Allir starfsmenn Skeljungs hafa nú verið færðir í 100 prósent vinnuhlutfall og munu því ekki sækja frekari bætur til Vinnumálastofnunar.

Fjallað var um málið í Fréttablaðinu í dag.