Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt sölu á óvirkum innviðum Sýnar hf. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Þann 31. mars síðastliðinn undirritaði Sýn samninga við Digital Bridge Group Inc., áður Colony Capital Inc. um sölu á óvirkum farsímainnviðum félagsins. Í dag samþykkti eftirlitið kaupin án skilyrða og telur ekki forsendur til þess að aðhafast frekar í málinu.

Í tilkynningu sem Sýn sendi frá sér þann 31. mars síðasliðinn kemur fram að viðskiptin muni styrkja efnahagsreikning félagsins og lausfjárstöðu þess og nemur væntur söluhagnaður yfir 6 milljörðum króna.

Digital Colony er með eignir í stýringu upp á samtals um 2.800 milljarða króna og er hluti af samstæðu Colony Capital. Digital Colony sérhæfir sig í fjárfestingum í gagnaverum, ljósleiðarakerfum og öðrum fjarskiptainnviðum.