Skattskil vegna áskriftarréttindakerfis Kviku banka er til skoðunar hjá skattyfirvöldum. Viðskiptablaðið greindi fyrst frá málinu. Snýst málið um hvort umrædd réttindi skuli skattleggjast sem fjármagnstekjur eða laun. Fjármálaeftirlitið hefur áður gert bankanum að greiða sekt vegna brota á reglum sem gilda um kaupauka en samkvæmt lögum mega þeir ekki vera hærri en 25 prósent af árslaunum. Litið er svo á að greiðslur í formi áskriftarréttinda skuli skattleggja sem laun ef talið er að þær séu veittar í tengslum við starf viðkomandi.

Í frétt Viðskiptablaðsins kemur fram að könnun skattyfirvalda snúi ekki að núgildandi áskriftarréttindakerfi heldur eldra kerfis sem samþykkt var í október 2016. En um er að ræða aðeins fámennan hóp lykilstarfsmanna bankans sem hafi notið þeirra. Skattyfirvöld hafa heimild til endurákvörðunar opinberra gjalda allt að sex ár aftur í tímann.

Eldra fyrirkomulaginu hefur verið aflagt en núgildandi fyrirkomulagi var komið á fót árið 2017 og samkvæmt því hafa kaupréttir fyrir um 700 milljón krónur að nafnvirði verið gefnir út. Í september árið 2017 voru fyrstu kaupréttirnir gefnir út en þeir næstu í desember sama ár. Kristrún Frostadóttir, núverandi oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður, starfaði sem aðalhagfræðingur Kviku banka á þessum tíma.

Fram kemur á Twitter síðu Kristrúnar Frostadóttur að sé ekki til rannsóknar og hún hafi ekki þegið 1 krónu í kaupaukagreiðslu frá Kviku og borgað fyrir sína eigin fjárfestingu.

Fréttin hefur verið uppfærð.