Innlent

Sjóður GAMMA selur í Arctic Adventures

Arctic Adventures er eitt umsvifamesta fyrirtæki landsins á sviði afþreyingar fyrir ferðamenn. Fréttablaðið/Anton Brink

Hlutabréfasjóður í stýringu GAMMA Capital Management seldi allan 2,9 prósenta hlut sinn í Arctic Adventures, stærsta fyrirtækis landsins í afþreyingarþjónustu fyrir ferðamenn, í lok nóvember, að því er fram kemur í bréfi sjóðsstjóra fyrirtækisins til sjóðsfélaga. Er salan sögð í samræmi við þá stefnu sjóðsins, GAMMA:Equity, að draga úr vægi óskráðra eigna í eignasafninu.

Á móti fjárfesti sjóðurinn að hluta til aftur í ferðaþjónustufyrirtækinu í gegnum fagfjárfestasjóðinn GAMMA:Numinous.

Sjóðir í stýringu GAMMA keyptu sem kunnugt er samanlagt 15 prósenta hlut í Arctic Adventures í desember 2017 en þar af eignaðist sjóðurinn GAMMA:Numinous tæplega 9,5 prósenta hlut.

Í bréfi sjóðsstjóra GAMMA segja þeir að mjög vel gangi í rekstri ferðaþjónustufyrirtækisins og vænta þeir þess að svo verði áfram raunin. Í kjölfar sölunnar er eina óskráða eign GAMMA:Equity hlutur í lækningavörufyrirtækinu Kerecis.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Í samstarf við risa?

Innlent

Þróa leiðir fyrir markaðssetningu í Kína

Innlent

Falla frá kaupréttum í WOW air

Auglýsing

Nýjast

Vilja marg­feldis­kosningu fyrir aðal­fund

O'Leary: Lág fargjöld grisjuðu WOW air út

Simmi hættur hjá Keiluhöllinni

Eim­skip breytir skipu­lagi og lækkar for­stjóra­launin

Varaformaðurinn kaupir fyrir fimm milljónir í Högum

Segir hörð átök skaða orðspor og afkomu

Auglýsing