Innlent

Sjóðir Eaton Vance seldu í Regin

Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins. Fréttablaðið/Valli

Sjóðir í stýringu bandaríska eignastýringarfélagsins Eaton Vance seldu á miðvikudag samanlagt 22 milljónir hluta í Regin, að því er fram kemur í flöggunartilkynningu til Kauphallarinnar. 

Söluverðið nemur um 435 milljónum króna ef miðað er við gengi hlutabréfa í fasteignafélaginu eftir lokun markaða á miðvikudag.

Eftir söluna eiga sjóðirnir, sem eru sjö talsins, samanlagt um 86,4 milljónir hluta eða 4,73 prósenta eignarhlut í fasteignafélaginu. Er markaðsvirði hlutarins riflega 1,7 milljarðar króna.

Eaton Vance Management er umsvifamesti erlendi fjárfestirinn í Kauphöllinni en sem dæmi eru sjóðir á vegum félagsins á meðal tuttugu stærstu hluthafa í öllum skráðu atvinnuhúsnæðisfélögunum, Regin, Reitum og Eik.

Það sem af er ári hafa hlutabréf í Regin lækkað um 22,9 prósent í verði en sé litið til síðustu tólf mánaða nemur verðlækkunin 23,8 prósentum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Í samstarf við risa?

Innlent

Þróa leiðir fyrir markaðssetningu í Kína

Innlent

Falla frá kaupréttum í WOW air

Auglýsing

Nýjast

Vilja marg­feldis­kosningu fyrir aðal­fund

O'Leary: Lág fargjöld grisjuðu WOW air út

Simmi hættur hjá Keiluhöllinni

Eim­skip breytir skipu­lagi og lækkar for­stjóra­launin

Varaformaðurinn kaupir fyrir fimm milljónir í Högum

Segir hörð átök skaða orðspor og afkomu

Auglýsing