Innlent

Sjóðir Eaton Vance seldu í Regin

Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins. Fréttablaðið/Valli

Sjóðir í stýringu bandaríska eignastýringarfélagsins Eaton Vance seldu á miðvikudag samanlagt 22 milljónir hluta í Regin, að því er fram kemur í flöggunartilkynningu til Kauphallarinnar. 

Söluverðið nemur um 435 milljónum króna ef miðað er við gengi hlutabréfa í fasteignafélaginu eftir lokun markaða á miðvikudag.

Eftir söluna eiga sjóðirnir, sem eru sjö talsins, samanlagt um 86,4 milljónir hluta eða 4,73 prósenta eignarhlut í fasteignafélaginu. Er markaðsvirði hlutarins riflega 1,7 milljarðar króna.

Eaton Vance Management er umsvifamesti erlendi fjárfestirinn í Kauphöllinni en sem dæmi eru sjóðir á vegum félagsins á meðal tuttugu stærstu hluthafa í öllum skráðu atvinnuhúsnæðisfélögunum, Regin, Reitum og Eik.

Það sem af er ári hafa hlutabréf í Regin lækkað um 22,9 prósent í verði en sé litið til síðustu tólf mánaða nemur verðlækkunin 23,8 prósentum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Jón Diðrik fer úr stjórn Skeljungs

Innlent

Líf og sál til liðs við Siðferðisgáttina

Innlent

Sandra nýr verk­efna­stjóri Ís­lenska bygginga­vett­vangsins

Auglýsing

Nýjast

Horner dregur framboð sitt til baka

Tómas Már tekur sæti í stjórn Íslandsbanka

Loðdýrabú á Íslandi rekin með tapi frá 2014

Bjarni sest nýr í stjórn Símans

Hrönn fjórði stjórnandinn sem fer frá Sýn

Bjóða upp á fast leigu­verð í sjö ár

Auglýsing