Alls­herjar­at­kvæða­greiðslu vegna kosninga til stjórnar VR lauk á há­degi í dag. Sjö stjórnar­menn voru kjörnir til tveggja ára samkvæmt fléttulista og þrír vara­menn til eins árs. 

Á kjör­skrá fé­lagsins voru 35.614 en 2.806 greiddu at­kvæði. Var kosninga­þátt­taka því 7,88 prósent. At­kvæða­greiðslan stóð yfir frá 11. til 15. mars. 

Þeir sem hlutu kjör í stjórnina til tveggja ára eru: 
Svan­hildur Ólöf Þór­steins­dóttir 
Ólafur Reimar Gunnars­son 
Selma Árna­dóttir 
Sigurður Sig­fús­son 
Harpa Sæ­vars­dóttir 
Björn Kristjáns­son 
Helga Ingólfs­dóttir 


Þrír vara­menn í stjórn VR, til eins árs, eru: 
Þor­varður Berg­mann Kjartans­son 
Anna Þóra Ís­fold 
Sig­mundur Hall­dórs­son