Erlent

Sjö ára með milljarðatekjur af Youtu­be

Tekjumesta Youtube-rásin er Ryan ToysReview þar sem hinn sjö ára gamli Ryan er í aðalhlutverki.

Í myndböndunum leikur Ryan sér með ýmis leikföng. Skjáskot/Youtube

Hinn sjö ára Ryan og fjölskylda hans höfðu 22 milljónir dala í tekjur, jafnvirði 2,7 milljarða króna, af Youtube á tólf mánaða tímabili.

Ryan og fjölskylda hans halda úti Youtube-rásinni Ryan ToysReview sem tekjumesta rásin á Youtube samkvæmt nýrri samantekt Forbes sem breska ríkisútvarpið greinir frá. Tekjutímabilið sem miðað var við nær frá júní 2017 til júní 2018.

Áhorf á myndböndin hans Ryans hefur vaxið gríðarlega frá því að foreldrar hans settu rásina á laggirnar árið 2015. Það nemur samtals 26 milljörðum skipta og áskrifendur eru 17,3 milljónir talsins.

Mestallar tekjurnar hefur fjölskyldan upp úr auglýsingamyndskeiðum sem birtast áður en myndböndin hefjast.

Í ágúst hóf bandaríski smásölurisinn Walmart að selja varning undir nafni Ryans og er búist við að tekjur fjölskyldunnar aukist því verulega.

Þar sem Ryan er enn á barnsaldri eru 15 prósent af tekjunum settar inn á læstan reikning sem hann mun hafa aðgang að þegar hann kemst á lögaldur.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Laxeldi

Hús­leitir hjá eig­anda Arnar­lax

Erlent

Sviss­neski bankinn UBS fær 500 milljarða sekt

Erlent

Banna skortsölu með bréf í Wirecard

Auglýsing

Nýjast

Marel hækkað um 29 prósent frá áramótum

Ásgeir: „Bitnar verst á þeim sem síst skyldi“

Bjarnheiður segir boðun verkfalla veruleikafirrta leikfléttu

Skotsilfur: Línur að skýrast

ISI sameinar dótturfélög í Suður-Evrópu

Reiknað með 1,7 prósent hagvexti í ár

Auglýsing