Eigendur Faxaflóahafna eru Reykjavíkurborg, Akraneskaupstaður, Borgarbyggð og Skorradalshreppur og Hvalfjarðarsveit. Faxaflóahafnir eru reknar sem sameignarfélag og fer Reykjavíkurborg með ríflega 75 prósent, Akraneskaupstaður með tæplega 11 prósent, Hvalfjarðarsveit með rúm niú prósent og Borgarbyggð og Skorradalshreppur saman með ríflega fjögur prósent.

Umsækjendur eru:

  • Elías Pétursson, fyrrverandi bæjarstjóri
  • Gísli Halldór Halldórsson, fyrrverandi bæjarstjóri
  • Gunnar Tryggvason, starfandi hafnarstjóri
  • Haraldur Sverrisson, fyrrverandi bæjarstjóri
  • Jón Valgeir Björnsson, deildarstjóri
  • Karl Óttar Pétursson, lögmaður
  • Kristín Björg Árnadóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs

Átta manns sitja í stjórn Faxaflóahafna, fimm frá Reykjavíkurborg og ein frá hverju hinna sveitarfélaganna. Formaður stjórnar er Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, og varaformaður Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi Viðreisnar.