Sjald­gæfasta Poké­mon spjald veraldar seldist á upp­boði nú á dögunum fyrir met­fé, 195 þúsund banda­ríkja­dollara eða því sem nemur rúmar 24 milljónir ís­lenskra króna.In­dependent greinir frá.

Á kortinu má sjá vin­sælasta Poké­moninn, sjálfan Pikachu, en um er að ræða teikningu eftir lista­manninn Atsu­ko Nis­hida og voru 39 spjöld fram­leidd árið 1998 í sér­stakri hönnunar­keppni tíma­ritsins Cor­oCoro Comic. Vitað er af tíu spjöldum í dag og eru þau öll í eigu safnara.

Þá er spjaldið einnig sér­stak­lega verð­mætt þar sem það er eina spjaldið sem á stendur orðið „Illu­strator“ en í gegnum árin hafa slík spjöld orðið æ verð­mætari.

Nokkur fjöldi falsaðra ein­taka af spjaldinu hefur komist í um­ferð á síðustu tveimur ára­tugum og hefur það einungis gert hin upp­runa­legu spjöld verð­mætari.

Síðasta spjaldið úr um­ræddri seríu var selt á upp­boði árið 2013 og þar seldist það á á rúma 55 þúsund banda­ríkja­dollara, eða því sem nemur rúmum sjö milljónum ís­lenskra króna.

Fréttablaðið/Skjáskot