Innlent

Sjá tækifæri í arðgreiðslum Arion banka

Hagfræðideild Landsbankans segir að áhugavert tækifæri gæti skapast ef Arion banki myndi selja Valitor.

Arion banki hefur til skoðunar að selja Valitor að hluta eða í heilu lagi. Fréttablaðið/Eyþór

Hagfræðideild Landsbankans metur gengi hlutabréfa Arion banka á 87,3 sem er átta prósentum yfir markaðsvirði bankans við lok markaða í gær. Miðað við verðmatið er virði hlutafjár 0,81 sinnum bókfært virði eiginfjár. Ein stór viðskipti hafa verið með bréf bankans í dag og hljóða þau upp á 808 milljónir króna.

Á meðal tækifæra sem greinendur Landsbankans sjá fyrir fjárfesta er að Arion banki muni geta greitt umtalsverðan arð á sama tíma og aðstæður á fjármálamörkuðum eru róstusamar. 

Fram kemur í verðmatinu, sem Fréttablaðið hefur undir höndum og er skrifað á ensku, að áhugavert tækifæri gæti skapast ef bankinn myndi selja Valitor.

Ef Valitor verði selt á margfaldaranum einum eða tveimur miðað við bókfært eigið fé sé líklegt að virðið bankans muni aukast um 3-17 milljarða króna. Það myndi þýða 6-10 prósent aukningu á virði miðað við verðmatið.

Arion banki hefur til skoðunar að selja Valitor að hluta eða í heilu lagi. Í verðmati Landsbankans er mælt með því að Valitor verði selt því reksturinn heyri ekki undir kjarnastarfsemi bankans.

Valitor hefur vaxið um 29 prósent á ári á árunum 2014-2017. Starfsemin er ekki fjárfrek og því má rökstyðja að bókfært virði fyrirtækisins sé hærri en einn. Um 35-40 prósent tekna fyrirtækisins eiga rætur að rekja til erlendra markaða, segir í greiningu Landsbankans

Fram hefur komið í fréttum að Valitor var rekið með 769 milljónkróna tapi á fyrstu sex mánuðum ársins. 

 

 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Marel hækkað um 29 prósent frá áramótum

Innlent

Ásgeir: „Bitnar verst á þeim sem síst skyldi“

Innlent

Bjarnheiður segir boðun verkfalla veruleikafirrta leikfléttu

Auglýsing

Nýjast

Skotsilfur: Línur að skýrast

ISI sameinar dótturfélög í Suður-Evrópu

Reiknað með 1,7 prósent hagvexti í ár

Laun myndu hækka um allt að 85 prósent

Dró upp „hryggðar­mynd“ og vísaði í Game of Thrones

Nova hefur prófanir á 5G-tækni

Auglýsing