Markaðurinn

Síminn fær enska boltann

Sýningarrétturinn að ensku úrvalsdeildinni í fótbolta færist frá Sýn til Símans á næsta ári.

Getty

Síminn mun eignast sýningarréttinn að ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Símanum sem staðfestir orðróma sem komust á kreik fyrir helgi.

„Við erum afskaplega stolt að hafa náð þessu frábæra sjónvarpsefni til Símans. Enska úrvalsdeildin er eitt vinsælasta sjónvarpsefni landsins og við erum spennt að kynna nýjungar til leiks sem ekki hafa verið í boði áður eins og t.d. 4K útsendingar. Það ætti einnig að gleðja aðdáendur enskrar knattspyrnu að við munum sýna um 15% fleiri leiki í beinni útsendingu en er gert í dag,“ er haft eftir Orra Haukssyni, forstjóri Símans, í fréttatilkynningu.

Áður hefur Stöð 2, sem er í eigu Sýnar, átt sýningarréttinn að fótboltadeildinni vinsælu. Hins vegar hefur Síminn boðið hæst og tekur við sýningarréttinum á næsta ári, og mun halda honum í þrjár leiktíðir, þ.e. frá 2019 til 2022.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Sýn gefur út afkomuviðvörun

Fjarskipti

Forstjóri Sýnar: Vanmat á kostnaði er aðalástæðan

Innlent

Sýn tekur dýfu en Icelandair snarhækkar

Auglýsing

Nýjast

Ingi­mundur lætur af for­mennsku ISAVIA

Big Short-fjár­festir veðjar gegn bönkum í Kanada

Sam­eining lækkaði kostnað Festar um hálfan milljarð

Arnar Gauti tekur við af Guð­brandi

Norwegian refsað harðar en Boeing á mörkuðum

Rétt­lætis­mál að af­nema banka­skattinn

Auglýsing