DecideAct hefur ráðið Sig­valda Egil Lárus­son sem fjár­mála­stjóra fé­lagsins á Ís­landi. Á­samt fjár­mála­stjórn mun Sig­valdi sinna sölu og ráð­gjöf til nýrra og nú­verandi við­skipta­vina fé­lagsins á Ís­landi og er­lendis.

Sig­valdi Egill kemur til DecideAct frá Haf­rann­sókna­stofnun þar sem hann starfaði sem fjár­mála- og rekstrar­stjóri. Áður starfaði hann sem fjár­mála­stjóri hjá Verk­fræði- og náttúru­vísinda­sviði Há­skóla Ís­lands og fyrir það sem við­skipta­stjóri í Lands­bankanum. Sig­valdi er einnig með meistara­gráðu í reiknings­skilum og endur­skoðun frá Há­skóla Ís­lands.

DecideAct sér­hæfir sig í hug­búnaði og lausnum sem styrkja fram­kvæmd stefnu og styður al­mennt við stefnu­miðaða stjórnar­hætti fyrir­tækja og stofnana. Bjarni Snæ­björn Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri Decide Act á Ís­landi, segir það mikinn feng að fá Sig­valda til liðs við fyrir­tækið.

„Auk þess að styrkja inn­viði og fjár­mála­stjórn DecideAct bæði á Ís­landi og al­þjóð­lega, kemur Sig­valdi inn í hópinn með þekkingu og reynslu sem snýr að hinum mælan­lega hluta stefnu­fram­vindunnar. Við sjáum því fram á að geta að­stoðað við­skipta­vini okkar enn frekar við að styrkja stefnu­fram­vindu bæði með til­liti til mikil­vægra stefnu­verk­efna og mælan­legra mark­miða sem þau tengjast,“ segir Bjarni.

Sig­valdi tekur í sama streng og segir DecideAct bjóða spennandi og nýjar lausnir. Hann segir að hug­búnaðar­lausn DecideAct gerir fyrir­tækjum og stofnunum kleift að inn­leiða stefnur og fylgja þeim eftir með mark­vissari og gagn­særri hætti en áður.

„Fram­tíðar vinnu­um­hverfið er í mínum huga mark­miða- og gagna­drifið þar sem vinnu­tími og stað­setning skipta minna máli en áður. Mark­viss vinna í átt að sam­eigin­legu mark­miði fyrir­tækja þar sem gögn eru notuð til á­kvarðana­töku og virkrar stýringar í rekstri er fram­tíðin og þar skiptir öllu máli að nýta hug­búnað og þjónustu eins og DecideAct býður upp á. Ég hlakka mikið til að leggja mitt af mörkum í á­fram­haldandi upp­byggingu á DecideAct og að­stoða við­skipta­vini okkar við að ná sínum mark­miðum,“ segir Sig­valdi.